Skip to main content

Doktorsvörn í sálfræði - Erlendur Egilsson

Doktorsvörn í sálfræði - Erlendur Egilsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. október 2024 9:00 til 12:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 18. október 2024 ver Erlendur Egilsson doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Heilsueflandi snjalltækjalausn fyrir unglinga - Notkun og brottfall. Adolescent smartphone-based health behavior intervention. Usage and Continuous Attrition.

Andmælendur eru dr. Wendy Silverman, prófessor við Yale University School of Medicine, og dr. Brynjar Halldórsson, dósent við Háskólann í Reykjavík.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Urður Njarðvík, prófessor. Auk hennar sátu í doktorsnefnd dr. Ragnar Grímur Bjarnason, prófessor við Háskóla Íslands, og dr. Þrúður Gunnarsdóttir, sálfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum.

Dr. Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor og deildarforseti Sálfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 9.00.

Ágrip

Flestir unglingar eiga eða hafa aðgengi að snjallsíma og margir þeirra eru flestar vökustundir við símann. Minnihluti unglinga notar snjallheilsuhugbúnað sér til heilsubóta. Bilið á milli aðgangs að heilsutækni og nýtingu á henni virðist umtalsvert og má rekja til ýmissa þátta, s.s. uppsetningar og hönnunar meðferða auk skorts á trú á hugsanlegan meðferðarávinning. Þrátt fyrir að um 10% unglinga séu greindir með tilfinningaröskun og enn fleiri glími við hamlandi tilfinningavanda, þá er notkun snjallhugbúnaðar til handa geðheilsu unglinga sömuleiðis áberandi lítil. Ósamræmið undirstrikar skort á áhrifaríkum heilsutengdum snjalllausnum sem ætlaðar eru geðheilbrigði ungmenna. Rannsóknir á snjallúrræðum fyrir unglinga hafa takmarkast við skort á ítarlegum, tímatengdum gögnum um brottfall, breytilegar skilgreiningar á hugtakinu og skort á ástæðunum sem liggja að baki virkri þátttöku unglinga í heilsutengdum snjallúrræðum. Í doktorsverkefninu hefur verið leitast við að skilja hvernig tíðni og tími notkunar snjallhugbúnaðar, samfelldar mælingar á brottfalli, óeigingjörn umbun, endurgjöf á notkun auk hvatningar og stuðnings í gegnum leikjavæðingu snjallhugbúnaðar fyrir unglinga gætu dregið úr brottfalli.

Doktorsverkefnið beindist að notkunareiginleikum snjallheilsuhugbúnaðarins SidekickHealth í tveimur sex vikna slembirannsóknum meðal íslenskra unglinga. Aðaláhersla var lögð á að skoða notkunar- og brottfallsmynstur, sér í lagi hvernig stuðningur og leikjavæðing meðferðar höfðu áhrif á brottfall. Áhrif hugbúnaðarins á daglegar heilsuvenjur voru metnar og með hvaða hætti notkun á hugbúnaðinum stuðlaði að aukinni velsæld þátttakenda. Sömuleiðis var markmiðið að rannsaka notkunargögn og brottfall meðal ungmenna með marktækt hamlandi kvíða- og depurðareinkenni.

Niðurstöður þessa verkefnis gefa til kynna marktækan mun milli rannsóknarhópa á brottfalli og notkunar hugbúnaðarins þar sem íhlutunararmar sem fengu endurgjöf og stuðning voru marktækt ólíklegri til að hætta í inngripinu, luku marktækt fleiri heilsuverkefnum og voru virkir lengur en samanburðarhópar. Það eru niðurstöður sem eiga bæði við um þátttakendur með klínísk kvíða- og depurðareinkenni og ekki. Niðurstöður doktorsverkefnisins gefa sömuleiðis til kynna hugsanleg næmiskeið á meðan inngripi stendur. Við frekari rannsóknir á brottfalli meðal unglinga úr snjallheilsuúrræðum væri því ráðlegt að leggja áherslu á sífelldar mælingar á brottfalli og daglegt mynstur heilsuhegðunar auk þess sem ítarlegri skilningur á áhrifum leikjavædds stuðnings, óeigingjarnra verðlauna og stöðugri persónulegri endurgjöf heilbrigðisstarfsfólks myndi vafalaust draga úr brottfalli og efla skilvirkni snjallheilsuúrræða sem ætluð eru unglingum.

Abstract

Smartphone ownership is ubiquitous among adolescents, with many engaging online almost incessantly. Only a minority utilize mobile health (mHealth) applications and significantly few to tackle mental health issues. This gap between access to technology and its application for health benefits may be attributed to a range of factors, including perceived relevance, intervention designs, or a lack of awareness about potential benefits. Despite approximately 10% of adolescents being diagnosed with emotional disorders and more grappling with sub-clinical emotional symptoms, the uptake of mental mHealth solutions is notably low. This dissonance underscores a broader disengagement with digital health resources intended for adolescent mental health. Current research on the matter is hampered by a lack of detailed, temporal data on attrition, combined with diverse definitions of attrition and deficient explorations into the reasons behind varying levels of app engagement. To address these challenges, the thesis has sought to understand how frequency and time of application usage, continuous measures of attrition, altruistic rewards, healthcare feedback and motivational support through gamification of mHealth applications could unlock strategies to mitigate attrition.

The thesis focused on the acceptability of the mHealth application SidekickHealth for two six-week long randomized controlled trials with Icelandic adolescents, and more importantly examining the patterns of attrition throughout the interventions. Focus was on how motivational support influenced attrition rates. Additionally, the research assessed the app’s impact on daily health habits, contributing to adolescent well-being. Another objective was to study continuous attrition among adolescents with clinical anxiety or depression, analyzing usage data for insights into attrition causes, and determining the intervention’s success in ameliorating these conditions.

Significant differences in attrition rates and app usage were observed between research groups. Intervention arms receiving motivational support were significantly unlikelier to drop out of interventions, completed significantly more in-app health tasks and were active longer than comparison groups, findings indicated for both adolescents experiencing clinical anxiety and depression and those who were not. The research illuminated potential sensitive periods for health task completion, emphasizing that time-specific attrition and in-app health behavior patterns offers a promising direction for future research, particularly in enhancing engagement and reducing excessively high attrition rates in adolescent mHealth interventions. Integrating motivational support through gamification, altruistic rewards, and ongoing healthcare feedback appears to be a major factor in reaching that outcome.

Um doktorsverkefnið

Erlendur Egilsson er fæddur árið 1982 í Reykjavík. Hann lauk BA-prófi í sálfræði við Árósaháskóla í Danmörku árið 2007. Hann útskrifaðist svo sem sálfræðingur (Cand.Psych) frá Árósaháskóla árið 2009 og hóf störf sama ár á Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH). Hann starfaði fyrst um sinn á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar LSH en færði sig svo yfir á Barnaspítala Hringsins. Erlendur hefur sinnt rannsóknum á þroska- og hegðun barna og unglinga, s.s. einhverfurófsröskunum, og í doktorsnámi sínu skoðað virkni heilsutengdra snjallúrræða fyrir unglinga. Erlendur var þróunarstjóri sænsk-íslenska heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækisins SidekickHealth samhliða rannsóknarstörfum en auk þess hann hefur sinnt sálfræðistörfum fyrir Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, sem og Íþróttasamband fatlaðra samhliða sjálfstæðum sálfræðistörfum síðastliðinn áratug. Erlendur er í sambúð með Díönu Rut Kristinsdóttur og saman eiga þau fimm börn.

Erlendur Egilsson ver doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands föstudaginn 18. október

Doktorsvörn í sálfræði - Erlendur Egilsson