Doktorsvörn í sálfræði - Christian Houborg
Askja
N-132
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 ver Christian Houborg doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Samfella í sjónskynjun: Raðáhrif, eftiráhrif og athygli. Continuity in perception: Contrasting serial dependence, aftereffects and learning of ignored information.
Andmælendur eru dr. Pascal Mamassian, prófessor við CNRS & École Normale Supérieure í París, og dr. Peter Shepherdson, dósent við Háskólann á Akureyri.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Árni Kristjánsson, prófessor við Sálfræðideild. Auk hans sátu í doktorsnefnd David Pascucci, vísindamaður, og Omer Daglar Tanrikulu, aðstoðarprófessor.
Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor og deildarforseti Sálfræðídeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Öskju og hefst kl. 13.00. Vörninni verður streymt:
https://livestream.com/hi/doktorsvornchristianhouborg
Ágrip
Þegar við horfum í kringum okkur er þar jafnan mikið af upplýsingum, svo mikið að sjónkerfi okkar getur ekki unnið úr því öllu á sama tíma, við þurfum að velja og hafna. Athyglin velur upplýsingar til frekari úrvinnslu sem varða þau verkefni sem skipta okkur mestu máli hverju sinni. Það getur því verið gagnlegt að binda saman ýmsar upplýsingar sem fylgjast að í tíma og rúmi þar sem þessir þættir eru líklegir til þess að tilheyra sama hlutnum. En það er tvíræðni af ýmsu tagi í umhverfinu og að raða upplýsingunum saman á réttan hátt er erfitt verkefni. Nýlegar kenningar um sjónskynjun gera ráð fyrir því að við beitum ómeðvituðum ályktunum um heiminn til þess að skilja sjónumhverfið. Þessar ómeðvituðu ályktanir endurspegla væntingar okkar um heiminn. Þessar væntingar byggja á fyrri reynslu og yfir höfuð gerum við ráð fyrir að samfella sé í skynheiminum. Þannig er skynjun okkar á sjónumhverfinu hverju sinni mótuð sterklega af því sem við höfum nýverið séð. Ýmsar niðurstöður sýna fram á hvernig skynjun okkar beinist að því sem við höfum nýverið séð, eða fylgst með og þessar rannsóknir sýna einnig hvernig frammistaða okkar á ýmsum sjónskynjunarverkefnum er betri ef við erum að fást við svipuð áreiti og áður. Þannig skynjum við áreiti sem við höfum nýlega unnið með í sjónskynjun skýrar og betur en önnur. Talið er að athyglin leiki hér lykilhlutverk og að athyglin beinist að því sem við höfum nýverið fengist við. En upplýsingaflæði í umhverfinu truflast af ýmsu, til dæmis þegar við blikkum augunum eða þegar upplýsing umhverfisins breytist og er talið að þessi tilhneiging til að beina athyglinni að því sem við höfum nýlega fengist við hjálpi okkur við að halda skynjuninni stöðugri þrátt fyrir slíkar truflanir. Svokölluð raðhrif í sjónskynjun (e. serial dependence) hafa mikið verið rannsökuð á undanförnum árum, en þau felast í að skynjun okkar á áreitum dregst í áttina að áreitum sem við höfum nýverið séð. Þannig kann lína sem hallar 45 gráður að virðast halla í áttina að halla línu sem birtist skömmu áður. Rannsóknir hafa sýnt að athyglin skiptir miklu máli um hvernig þessi raðhrif virka. Greinarnar í þessari ritgerð snúast um að kanna þessi áhrif athyglinnar á raðhrif. Í grein 1 var kannað hvaða áhrif athyglisval hefur þegar tilteknir staðir í sjónsviðinu njóta sérstakrar athygli. Þátttakendur þurftu að framkvæma tvö verkefni, eitt aðgreiningarverkefni og svo að dæma um halla “Gabor” áreita sem birtust óvænt. Raðáhrif vegna þessara Gabor-áreita voru síðan mæld. Enginn munur var á raðáhrifum vegna þessara áreita eftir því hvort þau birtust á stöðum sem veitt var sérstök athygli eða öðrum stöðum. Í grein 2 voru áhrif þáttabundinnar athygli rannsökuð. Þátttakendur þurftu annaðhvort að svara til um hvort tiltekinn litur væri til staðar eða greina á milli tveggja lita á meðan röð af Gabor-áreitum birtist á skjánum. Þátttakendur áttu síðan að tilgreina halla síðasta Gabor-áreitisins. Í fyrra verkefninu komu einungis fram raðáhrif frá áreitum í þeim lit sem þátttakendur áttu að finna, en í aðgreiningarverkefninu komu fram raðáhrif sem voru óháð lit. Þessar niðurstöður færa enn frekari sönnur á að raðhrif eru háð verkefninu sem þátttakendur framkvæma og samhenginu hverju sinni. Jafnframt benda niðurstöðurnar til þess að raðhrifin séu ekki háð þáttabindingu, áhrifin geta komið fram milli þátta sem tilheyra mismunandi hlutum. Í grein 3 voru áhrif hlutbundinnar athygli á raðáhrif könnuð með því að birta Gabor-áreiti við enda tveggja ferninga. Ef Gabor-áreitið birtist innan sama ferhyrningsins og hið fyrra voru raðhrifin sterkari, sem bendir til þess að hlutbundin athygli auki raðhrifin. Í heild sýna niðurstöðurnar hvernig mismunandi samhengi og athyglisvirkni leika stórt hlutverk í því hvernig raðhrif í sjónskynjun virka.
Abstract
The visual world is ambiguous and prone to noise, correctly combining and selecting similar yet distinct features and objects is an ambitious undertaking. Prior assumptions and expectations of our visual environment provide additional aid. For example, by assuming that objects and their defining features are stable entities which are maintained over time and taking advantage of such stability and regularities over time. Additionally, maintaining representational maps containing predictions of relevant or irrelevant locations or features associated with objects further eases the task of sorting the vast amounts of continuous visual information. A vast number of history-driven biases in attention and behavior have been demonstrated experimentally to improve performance when locating and discriminating between visual stimuli. The continuous flow of information can be subject to transient changes, such as blinking, changes in lighting, a mechanism should be in place to maintain stability. Such a perceptual smoothing mechanism has been proposed as serial dependence, a general attraction to previously viewed stimuli information. (J. Fischer & Whitney, 2014). It is proposed that perception is smoothed, and perceptual decisions of present stimuli are influenced by past stimuli within a spatial and temporal continuity field. Attention has been deemed a crucial factor, perceptual decisions of attended stimuli is attracted towards previously attended stimuli. In this dissertation, I further explore the role of attentional selection in serial dependence by employing and adapting spatial, feature-based, and object-based attentional and serial dependence paradigms. Based on the results of three papers, we propose an account of parsimony, the representation required by the task determines what information is propagated from previous to next perceptual decision.
Um doktorsefnið
Christian Houborg er fæddur í Kaupmannahöfn árið 1993. Hann lauk BS-gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Álaborg árið 2015 og lauk meistaranámi með sérhæfingu í taugasálfræði árið 2018. Frá 2017 til 2019 starfaði hann sem aðstoðarmaður við rannsóknir í taugavísindadeild Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Christian hóf doktorsnám við Háskóla Íslands árið 2020.
Christian Houborg ver doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands fimmtudaginn 30. nóvember