Skip to main content

Doktorsvörn í sagnfræði: Sylvía Marsibil Bates

Doktorsvörn í sagnfræði: Sylvía Marsibil Bates - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. maí 2025 13:00 til 15:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 8. maí 2025 fer fram doktorsvörn við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði Háskóla Íslands. Þá ver Sylvía Marsibil Bates doktorsritgerð sína í sagnfræði Net-works: The technological development and economic significance of the pelagic trawl. Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00.

Andmælendur við vörnina verða Ludvig Ahm Krag, prófessor við National Institute of Aquatic Resources við tækniháskólann í Danmörku og Martin Wilcox, lektor við University of Hull í Bretlandi. Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn Guðmundar Jónssonar, prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands. Einnig voru í doktorsnefnd Haraldur Arnar Einarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og Ingo Heidbrink, prófessor við Old Dominion University í Bandaríkjunum.

Sverrir Jakobsson, deildarforseti Íslensku- og menningardeildar, stjórnar athöfninni.

Um rannsóknina: Í doktorsritgerð sinni fjallar Sylvía um tilurð flotvörpunnar, tæknilega þróun hennar og efnahagslega þýðingu, frá fimmta áratug til níunda áratugar 20. aldar. Sýnt er fram á að flotvarpan á uppruna sinn í Svíþjóð og Danmörku og rakin er áframhaldandi þróun hennar undir merkjum félagasamtaka og opinberra stofnana. Á þessum tíma komu nýir aðilar til sögunnar og breyting varð á áherslum og hvötum til áframhaldandi endurbóta á flotvörpunni. Enn fremur kannar Sylvía efnahagslega þýðingu flotvörpunni á 20. öld og í upphafi 21. aldar. Rannsóknin leiðir í ljós að fjölmargir þættir höfðu áhrif á þróun flotvörpunnar og notkun, þar á meðal framleiðni, aukin nýting á uppsjávarfiskimiðum og framleiðsla.

Um doktorsefnið: Sylvía lauk BA-prófi í fornleifafræði og klassískum fræðum í Bretlandi og MA-prófi í sjávarfornleifafræði við Syddansk háskólann. Hún starfaði hjá Síldarminjasafni Íslands en býr nú á Akureyri.

Sylvía Marsibil Bates.

Doktorsvörn í sagnfræði: Sylvía Marsibil Bates