Doktorsvörn í líffræði - Marina de la Cámara
Aðalbygging
Hátíðarsalur
Doktorsefni:
Marina de la Cámara
Heiti ritgerðar:
Erfðamengjafræðilegur grunnur mismunandi aðlagana meðal náskyldra afbrigða bleikju
Andmælendur:
Dr. Nicola Barson, rannsóknarsérfræðingur við Rannsóknamiðstöð í erfðafræði (CIGENE) við Norska háskólann í lífvísindum, Noregi
Dr. Hákon Jónsson, rannsóknarsérfræðingur við Íslenska erfðagreiningu, Íslandi
Umsjónarkennari:
Dr. Arnar Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
Leiðbeinandi:
Dr. Kalina H Kapralova, sérfræðingur við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Zophonías O Jónsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Moira M Ferguson, prófessor emerita við Líffræðisvið Háskólans í Guelph, Kanada
Dr. Michael B Morrisey, prófessor við Líffræðissvið Háskólans í St Andrews, Skotlandi
Doktorsvörn stýrir:
Dr. Gunnar Þór Jóhannesson prófessor og starfandi deildarforseti Líf-og umhverfisvísindadeildar HÍ
Ágrip:
Rannsóknir á erfðafræðilegum grunni aðlögunar að mismunandi vistum eru lykillinn að bættum skilningi á tilurð og viðhald líffræðilegs fjölbreytileika. Meginmarkmið doktorsritgerðarinnar er að greina erfðaþætti sem tengjast vistfræðilegum breytileika bleikjunnar í Þingvallavatni, en þar er að finna fjögur afbrigði sem aðallega skiljast að í svipfari tengdu vistnýtingu (sum taka fæðu á botni en önnur í vatnsbolnum) auk þess að sýna nokkurn erfðamun. Í ritgerðinni fjalla ég um rannsóknir á erfðum breytileika í 1) útliti og formi og 2) stærð afbrigðanna sem tengja má mismunandi vistnýtingu. Til þess notað ég nokkrar aðferðir: 1) fjölvíðar greiningar á lögun, til að skilgreina mun á útliti afbrigðana, 2) kortlagningu á breytileika í þessum eiginleikum í fjölskyldum blendinga milli afbrigða, og 3) greiningu á erfðabreytileika innan og milli afbrigða í vatninu sjálfu. Þessar greiningar vörpuðu ljósi á erfðaþætti sem tengjast formi og stærð, sem og á þróunarfræðilegan uppruna afbrigðana í vatninu. Niðurstöður rannsóknanna benda skýrt til erfðafræðilegra áhrifa á bæði form og stærð bleikjuafbrigðanna. Kortlagningin sýndi að eitt litningasvæði tengdist sterklega hlutfallslegri stærð höfuðs, lögun maxillu beinsins (efri í kjálka) og þykkt styrtlunar, en fleiri svæði í erfðamenginu tengdust einnig þessum eiginleikum þótt veikar sé. Skimun yfir erfðamengið sýndi einnig tíðnimun á samsætum margra gena milli smávaxinna og stórvaxinna afbrigða. Þar með talið voru raðbrigði í glypican-6 geninu, sem er vel varðveitt í hryggdýrum og tengist bæði frumuskiptingum og vexti. Vinnan sem lýst er í ritgerð þessari bætir umtalsvert skilning okkar á því hvernig afbrigði myndast innan tegundar vegna munar í vistfræðilegum þáttum, og opnar á frekari rannsóknir á laxfiskum og öðrum vatnavistkerfum.
Um doktorsefnið:
Marina fæddist í Madrid á Spáni árið 1994. Hún stundaði BS nám í líffræði við Háskólann í Madrit (Complutense University of Madrid) og lauk MS gráðu í vist- og þróunarfræði frá Oslóarháskóla. Marina brennur fyrir vísindunum, en iðkar einnig tónlist, klettaklifur og loftfimi, tómstundir sem færa henni bæði jafnvægi og innblástur.
Doktorsefnið Marina de la Cámara