Skip to main content

Doktorsvörn i líffræði - Anna Selbmann

Doktorsvörn i líffræði - Anna Selbmann - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. júní 2025 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsefni:
Anna Selbmann

Heiti ritgerðar:
Hlutverk hljóðmerkja í samskiptum innan og á milli hvalategunda

Andmælendur:
Dr. Skúli Skúlason, prófessor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild, Háskólans á Hólum.
Dr. Harald Yurk, aðjunkt við Umhverfisvísindaskóla Simon Fraser Háskólans í Kanada

Leiðbeinandi:
Dr. Arnar Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Filipa I. P. Samarra, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum
Dr. Paul Wensveen, Rannsóknasérfræðingur, Rannsóknasetri Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum
Dr. Jörundur Svavarsson, prófessor emeritus við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Doktorsvörn stýrir:
Dr. Snæbjörn Pálsson, prófessor og deildarforseti Líf-og umhverfisvísindadeildar HÍ

Ágrip:
Hljóð eru mikilvæg í tjáskiptum margra dýra og eru nýtt jafnt í samskiptum innan tegundar og á milli tegunda. Félagskerfi dýra eru talin stuðla að margbreytilegum samskiptum. Hvalir eru mjög háværar eða söngglaðar félagsverur og eru því fyrirtaks viðfangsefni fyrir rannsóknir á tjáskiptum með hljóðum (oft nefnd köll). Markmið doktorsverkefnisins var að meta hlutverk kalla (hljóðtákna eða bendingar) í mótun samskipta bæði innan tegundar og á milli tegunda, með því að kanna hljóðsamskipti meðal háhyrninga (Orcinus orca), samskipti þeirra við grindhvali (Globicephala melas) og hlutverk hljóðeðlisfræði í samskiptunum. Ítarleg lýsing á s.k. hljóðefnisskrá háhyrninganna leiddi í ljós að hún var að mestu leyti eins á mismunandi hafsvæðum við Ísland, en á sumum svæðanna reyndust þeir nota einstök köll, sem ekki heyrðust frá háhyrningum á öðrum svæðum. Ákveðnar samsetningar á köllum komu oftar fyrir en búast mætti við vegna tilviljunar, og fundust þessar samsetningar á ýmsum svæðum og frá mismunandi samfélagshópum háhyrninga. Tjáskipti milli grindhvala og háhyrninga voru tíð þegar báðar hvalategundirnar voru á sama svæði. Breytileiki var í fjölda og ákafa tjáskipta og virtust þau vera fjandsamleg og þeim miðlað með hljóðum. Þegar upptökur af hljóðum grindhvala voru spilaðar forðuðu háhyrningar sér yfirleitt hratt og beint frá uppsprettu hljóðsins. Fyrst fylgdu þessu tíðari köll háhyrninganna, en síðan fækkaði þeim og hópurinn þéttist (uppröðun einstaklinga innan hans breyttist). Niðurstöðurnar sýna að Íslenskir háhyrningar hafa flókið tjáskiptakerfi sem byggir á hljóðum og að hljóðin þjóni einnig mikilvægu hlutverki í samskiptum þeirra við grindhvali, og sýna þannig mikilvægi hljóða fyrir þessi mjög svo félagslyndu sjávarrándýr.

Um doktorsefnið:
Anna Selbmann fæddist í Freiburg í Þýskalandi árið 1985. Hún lauk BS. prófi í dýrafræði sjávarhryggdýra frá Bangor háskóla í Veils árið 2015. Árið 2019 lauk hún meistaraprófi frá Háskóla Íslands og vegna áhuga á hljóðfræði og sjávarspendýrum innritaðist hún í doktorsnám við sama skóla. Verkefni hennar fjallar um hljóðfræði háhyrninga og samskipti þeirra við grindhvali.

Doktorsefnið Anna Selbmann

Doktorsvörn i líffræði - Anna Selbmann