Skip to main content

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Ástrós Thorarensen Skúladóttir

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Ástrós Thorarensen Skúladóttir  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. nóvember 2025 9:00 til 12:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 ver Ástrós Thorarensen Skúladóttir doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Erfðir og lífmerki hreyfitaugaraskana. Genetics and Biomarkers of Movement Disorders.

Andmælendur eru dr. Per Svenningsson, prófessor við Karolinska Institutet og sjúkrahúsið í Stokkhólmi og dr. Henrik Zetterberg, prófessor við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg.

Umsjónarkennari var Ólafur Árni Sveinsson og leiðbeinandi Kári Stefánsson. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Anna Björnsdóttir, taugalæknir, og Hreinn Stefánsson, deildarstjóri.

Sædís Sævarsdóttir, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 09:00.

Ágrip

Hreyfitaugaraskanir eru meðal algengustu taugasjúkdóma en sjúkdómsmyndun þeirra er enn að miklu leyti óljós. Markmið þessarar ritgerðar var að bera kennsl á erfðaáhættuþætti sem varpa ljósi á undirliggjandi boðferla og sjúkdómsmyndun í fjölskylduskjálfta og Parkinsons sjúkdómi (PD), og finna lífmerki sem geta greint eða spáð fyrir um PD með meiri nákvæmni og fyrr í sjúkdómsferlinu. Ritgerðin er byggð á þremur rannsóknum. Sú fyrsta er víðtæk erfðamengjaleit í safngreiningu (e. meta-analysis) á fjölskylduskjálfta, þar sem notað var tjáningar- og próteingögn til að benda á líkleg orsakagen og boðferla. Önnur rannsóknin er genabyrðigreining (e. gene-burden analysis) á sjaldgæfum breytileikum sem valda tapi á virkni próteins þess í PD. Í þeirri þriðju er skoðað próteinmynstur í mænuvökva og blóðvökva einstaklinga með PD á mismunandi stigum, allt að tíu árum fyrir greiningu, við greiningu og í allt að átta ár eftir greiningu. Saman sýna rannsóknirnar fram á sameiginlega sjúkdómsferla á borð við flutning á taugamótablöðrum og frumugrindarvirkni og styðja einnig samþættingu erfða- og próteingagna til að skilja hreyfitaugaraskanir.

Abstract

Movement disorders are among the most common neurological conditions, yet their molecular mechanisms remain incompletely understood. The overarching aim of this thesis was to explore the genetic and molecular architecture of the two most prevalent movement disorders, essential tremor (ET) and Parkinson’s disease (PD), to identify risk factors, clarify biological pathways, and discover biomarkers that can enable earlier and more accurate diagnosis. The thesis is based on three studies. The first is a large-scale genome-wide association study meta-analysis of ET with multiomics approaches to prioritize causal genes for pathway analysis. The second is a gene-burden analysis of loss-of-function variants in PD. The third applies large-scale proteomic profiling of cerebrospinal fluid and plasma to study PD across different stages, from pre-onset to early disease to symptom severity and progression. Together, the findings show a consistent involvement of Rho GTPase signaling and synaptic vesicle function, particularly clathrin-mediated endocytosis, in the pathogenesis of both ET and PD, suggesting their importance in contributing to neuronal vulnerability in movement disorders.

Um doktorsefnið

Ástrós Th. Skúladóttir er fædd árið 1991 í Keflavík. Hún lauk B.Sc. prófi í lífefna- og sameindalíffræði við Háskóla Íslands 2014 og hóf í kjölfarið störf við erfðarannsóknir á taugavísindasviði Íslenskrar erfðagreiningar. Samsíða störfum sínum lauk hún M.Sc. prófi í líf- og læknavísindum þar sem verkefni hennar fjallaði um lengdarbreytileika í taugaröskunum. Árið 2023 hóf hún doktorsnám undir handleiðslu dr. Kára Stefánssonar og dr. Hreins Stefánssonar. Foreldrar Ástrósar eru Skúli Ágústsson og Stella María Thorarensen. Eiginmaður Ástrósar er Birkir Már Árnason og saman eiga þau Dagbjörtu Rós (2 ára) og eiga von á öðru barni.

Ástrós Thorarensen Skúladóttir ver doktorsritgerð sína í líf- og  læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands þriðjudaginn 18. nóvember 2025.

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Ástrós Thorarensen Skúladóttir