Doktorsvörn í læknavísindum - Gísli Þór Axelsson
Aðalbygging
Hátíðasalur
Föstudaginn 30. september ver Gísli Þór Axelsson doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Millivefslungnabreytingar og öldrunartengdir þættir. Interstitial lung abnormalities and aging-related factors.
Andmælendur eru dr. Gisli Jenkins, rannsóknaprófessor við National Heart and Lung Institute, Imperial College London, og dr. Timothy Blackwell, prófessor við Division of Allergy, Pulmonary and Critical Care Medicine, Vanderbilt University í Nashville, Tennessee.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Gunnar Guðmundsson prófessor og meðleiðbeinandi var Thor Aspelund prófessor, báðir við Læknadeild. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Gary Matthew Hunninghake, dósent við Harvard Medical School, og Vilmundur Guðnason, prófessor.
Þórarinn Guðjónsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.
Vörninni verðustreymt:
https://livestream.com/hi/doktorsvorngislithoraxelsson
Ágrip
Millivefslungnasjúkdómar eru sjúkdómar sem leggjast helst á eldra fólk, einkennast af örvefsmyndun í lungum og hafa oft slæmar horfur. Millivefslungnabreytingar (MLB) eru breytingar á myndgreiningu af lungum sem líkjast millivefslungnasjúkdómum en eru skilgreindar í þátttakendum ferilrannsókna án þekkts millivefslungnasjúkdóms. Vegna sterkra tengsla MLB og millivefslungnasjúkdóma við háan aldur var markmið ritgerðarinnar að kanna tengsl MLB við öldrunartengda lífvísa og sjúkdóma sem tengjast aldri og öldrun.
Gögn úr þremur ferilrannsóknum, Öldrunarrannsókn Hjartaverndar, Genetic epidemiology of COPD (COPDGene) rannsókninni og Framingham hjartarannsókninni voru notuð til að kanna tengsl huglægra mælikvarða heilsu og virkni, greininga og dánartíðni vegna lungnakrabbameina og annarra krabbameina, sermisstyrk próteina og lengd litningaenda í hvítkornum við MLB.
Helstu niðurstöðurnar voru að MLB tengdust minni líkum á sjálfstæði við athafnir daglegs lífs, minni líkum á að þátttakendum fyndust þeir vera við góða heilsu og minni líkum á reglulegri hreyfingu. Einnig tengdust MLB greiningum lungnakrabbameina og dánartíðni vegna lungnakrabbameina en ekki greiningum annarra krabbameina eða dánartíðni vegna þeirra. Sermisstyrkur 287 próteina tengdist tilvist MLB í leiðréttum aðhvarfsgreiningum. Marktækust tengsl fundust fyrir Surfactant protein B (SFTPB), Secretoglobin family 3A member 1 (SCGB3A1) og WAP four-disulfide core domain protein 2 (WFDC2). Hvað varðar MLB og lengd litningaenda, reyndist styttri litningaendalengd tengjast MLB en ekki var sýnt fram á tengsl litningaendalengdar við lifun meðal þátttakenda með MLB.
Þessar niðurstöður sýna fram á tengsl MLB við ýmsa öldrunartengda þætti og klínískar útkomur. Til viðbótar benda niðurstöður til margra próteina sem nýrra lífvísa MLB í blóði, en sum þeirra hafa þekkt tengsl við öldrun. Í heild auka niðurstöðurnar þekkingu á líffræðilegum eiginleikum og faraldsfræðilegri áhættu fólks með myndgreiningarbreytingar sem bent gætu til snemmbúinnar lungnatrefjunar.
Abstract
Interstitial lung diseases (ILD), such as idiopathic pulmonary fibrosis (IPF), are diseases of elderly people that are characterised by pulmonary deposition of fibrous tissue and often have a poor prognosis. Interstitial lung abnormalities (ILA) are radiologic changes that are similar in appearance to ILD but are characterised in cohort study participants without known ILD. Due to the strong links that ILA and ILD share with advanced aging, the aims of the thesis were to assess the relationship of ILA with aging-related biological markers and outcomes.
Data from three cohort studies, the Age/Gene-Environment Susceptibility-Reykjavik (AGES-Reykjavik) study, the Genetic epidemiology of COPD (COPDGene) study and the Framingham Heart study were used to assess the associations of ILA with functional status, pulmonary and extra-pulmonary malignancies, a variety of blood proteins and leukocyte telomere length.
The main findings were that participants with ILA were less likely to be independent in activities of daily living, to perceive their health as good or better and to be regularly physically active. ILA were also associated with diagnoses of lung cancer and mortality from lung cancer but not with diagnoses of, or mortality from, cancers excluding lung cancer. Among serum proteins measured, 287 proteins were significantly associated with ILA. The most significant associations were for Surfactant protein B (SFTPB), Secretoglobin family 3A member 1 (SCGB3A1) and WAP four-disulfide core domain protein 2 (WFDC2). As for analyses of ILA and leukocyte telomere length, shorter telomere length was associated with increased odds of ILA but a significant association of telomere length with mortality among those with ILA was not demonstrated.
These cohort study-based data demonstrate the associations of ILA with several aging-related markers and outcomes. Additionally, many novel protein biomarkers of ILA are proposed, some of them previously related to aging. These findings improve knowledge of biological markers and epidemiological outcomes associated with ILA as a possible marker of early pulmonary fibrosis.
Um doktorsefnið
Gísli Þór Axelsson er fæddur árið 1995 á Selfossi. Hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2013. Hann lauk bakkalárgráðu í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2017 og embættisprófi í læknisfræði frá sama skóla 2020. Samhliða doktorsnáminu lauk Gísli kandídatsári og hóf sérnám í almennum lyflækningum við Landspítalann. Foreldrar Gísla eru Axel Þór Gissurarson og Ásdís Björg Ingvarsdóttir. Eiginkona Gísla er Auður Gunnarsdóttir læknir.
Gísli Þór Axelsson ver doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 30. september.