Skip to main content

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Rakel Björg Jónsdóttir

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Rakel Björg Jónsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. október 2022 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 28. október ver Rakel Björg Jónsdóttir doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Brjóstagjöf síðfyrirbura. Upphaf, tíðni og tengdir þættir hjá einburum og tvíburum. Breastfeeding of late preterm infants: Initiation, duration and associated factors for singletons and twins.

Andmælendur eru dr. Christine Rubertsson, prófessor við Háskólann í Lundi, og Helena Wigert, dósent við Háskólann í Gautaborg.

Leiðbeinendur voru dr. Renée Flacking, prófessor við Högskolan Dalarna, Svíþjóð, og  dr. Helga Jónsdóttir, prófessor við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild. Aðrir í doktorsnefnd voru Brynja Örlygsdóttir, dósent, Thor Aspelund, prófessor og Þórður Þorkelsson yfirlæknir.

Helga Bragadóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.

Ágrip

Markmið ritgerðarinnar er að lýsa upphafi og tímalengd brjóstagjafar hjá mæðrum síðfyrirbura (börn fædd eftir 340 – 366 vikna meðgöngu) ásamt því að greina þætti sem tengjast brjóstagjöf á fyrsta æviári. Ritgerðin byggir á tveimur rannsóknum sem birtar hafa verið í þremur tímaritsgreinum. Fyrri rannsóknin var langtíma hóprannsókn, þar sem þátttakendur voru 129 síðfyrirburar sem voru einburar og 277 fullburða einburar og leiddi hún í ljós að síðfyrirburar voru í minna mæli á brjósti en fullburða börn. Marktækt færri síðfyrirburar byrjuðu á brjósti og tímalengd brjóstagjafar var tveimur mánuðum styttri en hjá fullburða börnunum. Einnig voru færri síðfyrirburar eingöngu á brjósti fyrsta mánuðinn eftir fæðingu en fullburða börn. Að nota geirvörtuhlíf, gefa ekki eingöngu brjóstamjólk fyrstu vikuna heima eða að gefa brjóst minna en tíu sinnum á dag, voru þættir sem juku líkurnar á því að síðfyrirburinn væri ekki eingöngu á brjósti við eins mánaða aldur. Að móðir síðfyrirbura  teldi sig hafa næga brjóstamjólk fyrstu vikuna heima jók líkur á því að barn hennar væri eingöngu á brjósti við eins mánaðar aldur. Niðurstöður sýndu einnig að þeir síðfyrirburar sem byrjuðu að fá fasta fæðu fyrir fjögurra mánaða aldur voru líklegri til að hætta fyrr á brjósti á fyrsta ári. Líðan mæðra síðfyrirbura var verri fyrsta árið en líðan mæðra fullburða barna. Niðurstöður sýndu hins vegar ekki tengsl á milli líðanar mæðra síðfyrirbura og brjóstagjafar hjá þeim.

Seinni rannsóknin, sem var með blönduðu sniði, innihélt megindleg gögn frá 44 mæðrum síðfyrirbura sem voru tvíburar  og 82 mæðrum fullburða tvíbura og eigindleg gögn frá 14 mæðrum síðfyrirbura sem voru tvíburar. Niðurstöðurnar sýndu að næstum allar mæður síðfyrirburanna hófu brjóstagjöf og tíðni brjóstagjafar fyrsta mánuðinn var sú sama og hjá mæðrum fullburða tvíbura. Hins vegar hættu mun fleiri mæður síðfyrirbura sem voru tvíburar brjóstagjöf eftir fyrsta mánuðinn, sem leiddi til þess að mun færri síðfyrirburar voru á brjósti við fjögurra mánaða aldur en fullburða tvíburar. Þrír lykilþættir höfðu áhrif á reynslu mæðra síðfyrirburanna og ákvarðanir þeirra um brjóstagjöf: óþroskuð brjóstagjafahegðun tvíburanna sem krafðist þess að þær þurftu að nota mjaltavél samhliða brjóstagjöf, álagið sem fylgdi því að fylgja verkmiðuðum fæðugjöfum og skortur á leiðbeiningum frá heilbrigðisstarfsfólki. Að auki voru mjög fáir síðfyrirburar eingöngu á brjósti fyrstu fjóra mánuðina.

Niðurstaða verkefnisins er sú að síðfyrirburar, bæði einburar og tvíburar, eru í minna mæli á brjósti en fullburða einburar og tvíburar, bæði hvað varðar eingöngu brjóstagjöf og brjóstagjöf að hluta, sem er áhyggjuefni. Mæður síðfyrirbura eru viðkvæmar og þurfa meiri hagnýtan og tilfinningalegan stuðning við brjóstagjöf á sjúkrahúsum og heima. Niðurstöðurnar undirstrikar þörfina á frekari rannsóknum á íhlutunum og  aðferðum til að bæta brjóstagjöf síðfyrirbura. Til að efla og standa vörð um brjóstagjöf hjá þessum viðkvæma hópi verður að aðgreina umönnun þeirra frá venjubundinni ungbarnaþjónustu og tryggja að heilbrigðisstarfsfólk hafi viðeigandi menntun og þjálfun á þessu sviði.

English abstract

The overarching aim of this thesis was to describe the initiation and duration of breastfeeding in mothers of late preterm (LPT) infants and identify factors associated with breastfeeding during the first year. It is based on two studies published in three research papers. The first study, a longitudinal cohort study including 129 LPT singleton infants and 277 term singleton infants, demonstrated that LPT singleton infants were breastfed to a lesser extent than term singletons. Thus, the initiation rate was lower, and the duration of breastfeeding was 2 months shorter than in term singleton infants. Also, fewer LPT singleton infants were exclusively breastfed during the first month after birth than term infants. Using a nipple shield, not feeding breast milk exclusively during the first week at home, or feeding less than ten times per day at one month increased the odds of not breastfeeding exclusively at the breast at one month for LPT singletons. Having an abundance of breast milk during the first week at home constituted a protective factor for exclusive breastfeeding at the breast at one month for singleton LPT infants. The factor associated with ceasing breastfeeding during the first year was if the mother had started to give solids before 4 months of infant's age. The well-being of mothers of LPT singleton infants was worse during the first year than in mothers of term singletons. However, our results did not show an association between the well-being of mothers and breastfeeding in LPT singletons.

The second study, a sequential explanatory mixed-method design, encompassed quantitative data from 44 mothers of LPT twins and mothers of 82 term twins and qualitative data from 14 mothers of LPT twins. The findings showed that almost all mothers of LPT twins initiated breastfeeding, and the breastfeeding rate during the first month was the same as in mothers of term twins. However, after the first month, more mothers of LPT twins ceased breastfeeding, leading to large differences in the breastfeeding rate at 4 months of twins' age compared to term twins. Key factors influencing LPT twin mothers’ experiences and decisions around breastfeeding were their infants' immature breastfeeding behaviours requiring them to express breast milk alongside breastfeeding, the burden of following task-oriented feeding regimes, and the lack of guidance from healthcare professionals. In addition, very few LPT twins were exclusively breastfed during the first four months; the exclusive breastfeeding rate was significantly less than term twins during the first week at home.

In conclusion, LPT singleton and twin infants are breastfed to a lesser extent than their term counterparts, both any breastfeeding and exclusive, necessitating concern. Mothers with LPT infants are vulnerable and need greater practical breastfeeding and emotional support in hospitals and at home. This highlights the need for further research to guide interventions optimising breastfeeding in LPT infants. To promote and safeguard breastfeeding in this vulnerable group, care must be differentiated from routine term infant services, and healthcare professionals need proper education and training.

Um doktorsefnið

Rakel Björg Jónsdóttir er fædd árið 1972 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Reykjavík árið 1992, BS-prófi í hjúkrunarfræði árið 1996 og meistaragráðu í hjúkrunarfræði, með áherslu á nýburahjúkrun, frá Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands árið 2003. Rakel hefur starfað á nýburagjörgæsludeild – vökudeild Landspítalans frá árinu 1996, sem sérfræðingur í nýburahjúkrun frá 2007. Meðfram starfi á vökudeild hefur hún verið stundakennari við Hjúkrunarfræðideild frá árinu 2001 og klínískur lektor frá 2013. Foreldrar hennar eru Sólveig Steingrímsdóttir og Jón Bjargmundsson. Sambýlismaður Rakelar er Sigurður Óli Jensson og eiga þau þrjú börn, Sólveigu, Jens og Rebekku.

Rakel Björg Jónsdóttir ver doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands föstudaginn 28. október.

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Rakel Björg Jónsdóttir