Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Inga Valgerður Kristinsdóttir

Aðalbygging
Hátíðasalur
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 ver Inga Valgerður Kristinsdóttir doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Umönnunarþarfir í heimaþjónustu: Þættir sem spá fyrir um flutning á hjúkrunarheimili og umönnunarbyrði aðstandenda. Care needs in home care: Predictors of nursing home transition and caregiver distress.
Andmælendur eru dr. Margaret E Saari, vísindamaður við SE Health í Kanada, og Helga Eyjólfsdóttir, dósent við HÍ og yfirlæknir á LSH.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Kristín Björnsdóttir prófessor. Auk hennar sátu Ingibjörg Hjaltadóttir prófessor, Pálmi V. Jónsson, prófessor emeritus, og Thor Aspelund prófessor í doktorsnefnd.
Helga Bragadóttir, prófessor og forseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.
Ágrip
Stjórnvöld víða um heim leggja áherslu á að eldra fólk geti búið áfram á eigin heimilum þrátt fyrir hnignandi heilsufar og færni. Til að það sé mögulegt þurfa margir þeirra á aðstoð að halda bæði frá formlegri þjónustu og aðstandendum. Í doktorsverkefninu voru heilsufar, færni og aðstæður skjólstæðinga í heimaþjónustu, sem voru 65 ára og eldri, metnar auk umönnunarbyrði aðstandenda. Þá var einnig greint hvaða þættir hjá skjólstæðingi spáðu fyrir um umönnunarbyrði aðstandenda og flutning skjólstæðinga á hjúkrunarheimili. Doktorsrannsóknin hafði það að markmiði að varpa ljósi á þessa stöðu til að greina hvernig mætti þróa heimaþjónustu til að bregðast betur við þessum þörfum og styðja við eldra fólk til áframhaldandi búsetu á eigin heimili.
Doktorsverkefnið byggir á gögnum úr evrópsku rannsókninni Identifying Best Practices for Care-Dependent Elderly by Benchmarking Costs and Outcomes of Community Care (IBenC) sem fram fór samtímis í sex löndum; Íslandi, Belgíu, Finnlandi, Hollandi, Ítalíu og Þýskalandi, á árunum 2014–2016. Rúmlega 2.800 skjólstæðingar heimaþjónustu voru metnir með interRAI-Home Care matstækinu, á þremur tímapunktum á tólf mánaða tímabili.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að heilsu og færni skjólstæðinga hefur hnignað frá fyrri rannsóknum og formleg þjónusta aukist á sama tíma. Helmingur skjólstæðinga sem voru í mestri þörf fyrir aðstoð fengu umfangsmikla þjónustu, en töluverður munur var á milli landanna. Í ljós kom að eldra fólk á Íslandi sem nýtur heimaþjónustu var með betri færni og heilsufar en skjólstæðingar í hinum löndunum. Þá kom einnig í ljós að mun fleiri aðstandendur fundu fyrir umönnunarbyrði á Íslandi en í hinum löndunum og reyndist hún einnig sterkasti forspárþáttur fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Niðurstöður rannsóknarinnar reyndust ólíkar á milli landanna sem undirstrikar mikilvægi þess að þjónusta sé sniðin að einstaklingsbundnum þörfum. Jafnframt benda þær til mikilvægis þess að aðstandendum sé veittur markviss stuðningur til að þeir geti áfram stutt sína nánustu til búsetu á eigin heimili.
Abstract
Governments around the world emphasize the importance of enabling older people to remain in their own homes despite declining health and overall ability. To make this possible, many require support from both home care and informal caregivers. This doctoral study assessed the health, functioning, and circumstances of home care clients, as well as caregiver distress among their informal caregivers. It also examined which client-related factors predicted caregiver distress and transition to nursing homes. The overall aim of the research was to provide insight into how home care services can be developed to better meet these needs and support older people to continue living at home.
The study is based on data from the European research project Identifying Best Practices for Care-Dependent Elderly by Benchmarking Costs and Outcomes of Community Care (IBenC), conducted simultaneously in six countries—Belgium, Finland, Germany, Iceland, Italy, and the Netherlands—between 2014 and 2016. More than 2,800 home care clients aged 65 and older were assessed using the interRAI-Home Care assessment at three time points over a twelve-month research period.
The findings show that clients’ health and functioning had declined compared to previous studies, while formal service use had increased. Half of those with the greatest care needs received substantial support, though service levels varied significantly between countries. Icelandic clients had grater overall abilities than those in other countries, yet their caregivers reported significantly more caregiver distress—the strongest predictor of nursing home admission in Iceland. These cross-national differences highlight the need for personalized care approaches and targeted caregiver support to enable older people continued home-based living.
Um doktorsefnið
Inga Valgerður Kristinsdóttir er fædd árið 1966 í Reykjavík. Hún útskrifaðist af eðlisfræðideild Verslunarskóla Íslands árið 1986. Inga Valgerður lauk B.Sc-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og M.Sc.-gráðu frá sama skóla árið 2009. Árið 2014 hlaut hún sérfræðileyfi frá Embætti landlæknis sem sérfræðingur í heilsugæslu- og heimahjúkrun. Doktorsverkefnið sem Inga hefur unnið að hlaut meðal annars styrki úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og RHLÖ, Rannsóknastofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum. Samhliða námi hefur Inga Valgerður sinnt kennslu í heimahjúkrun við HÍ og stundakennslu í framhaldsnámi í heilsugæsluhjúkrun við HA. Þá starfar hún sem sérfræðingur í hjúkrun hjá Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og hefur þar m.a. unnið að þróun og innleiðingu rafrænnar skráningar í heimahjúkrun og interRAI- Home Care matstækinu. Foreldrar Ingu Valgerðar eru Gunnhildur Sigurðardóttir og Kristinn Jónsson. Eiginmaður hennar er Pétur Vilberg Guðnason og börn þeirra eru Gunnhildur, Vilborg og Kristinn.
Inga Valgerður Kristinsdóttir doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands miðvikudaginn 23. apríl
