Doktorsvörn í heilbrigðisvísindum - Sonja Stelly Gústafsdóttir

Aðalbygging
Hátíðasalur
Miðvikudaginn 7. maí 2025 ver Sonja Stelly Gústafsdóttir doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Heilsulæsi og eldri Íslendingar búsettir í heimahúsi: Þátttökubundin sýn á getu einstaklinga og möguleika í umhverfinu. Health Literacy and Older Community-dwelling Icelanders: A Participatory Perspective on Individual Abilities and Environmental Options.
Andmælendur eru dr. Ilona Kickbusch, prófessor við Graduate Institute of International and Development Studies í Genf, og dr. Harpa Sif Eyjólfsdóttir, nýdoktor við miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Sólveig Ása Árnadóttir, prófessor við Námsbraut í sjúkraþjálfun við Læknadeild, og meðleiðbeinandi var dr. Árún Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Heilbrigðis- viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Auk þeirra sat í doktorsnefnd dr. Lena I. Mårtensson, dósent við Háskólann í Gautaborg.
Kristín Briem, prófessor við sjúkraþjálfun, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.
Verið öll velkomin!
Um verkefnið
Heilsulæsi (HL) er talið nauðsynlegt fyrir heilsu og velsæld fólks á öllum aldri. Að vera heilsulæs, það er að taka heilsutengdar ákvarðanir og rata innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins, byggir á getu einstaklings og tiltækum upplýsingum og þjónustu. Í Evrópu hefur mikilvægi HL aukist sem sjá má í rannsóknum og stefnumótun ásamt aðgerðum til að mæla HL almennings, þvert á lönd. Á heimsvísu mælist eldra fólk með lægra HL en aðrir aldurshópar fullorðinna einstaklinga, þótt eitthvert ósamræmi sé að finna. Takmarkaðar upplýsingar eru til um HL á Íslandi sem og aðgengileg staðfærð matstæki.
Rannsóknin, Heilsulæsi og eldri Íslendingar búsettir í heimahúsi, varpar ljósi á víxlverkandi samspil einstaklings- og umhverfisþátta sem hafa áhrif á getu eldra fólks til að framkvæma HL-tengd verk í sínu umhverfi. Meginmarkmið rannsóknarinnar, sem er þríþætt, var að rannsaka HL, með áherslu á fólk 65 ára og eldra, sem býr í heimahúsi á strjálbýlum svæðum á Norðurlandi út frá þátttökubundinni sýn á iðjuréttlæti. Undirmarkmiðin fólu í sér að: I) þýða, staðfæra og notkunarprófa stuttu útgáfuna af evrópska spurningalistanum um heilsulæsi (HLS-EU-Q16), ásamt því að setja viðmiðstölur fyrir HL á Íslandi; II) mæla HL eldra fólks á Norðurlandi með því að nota HLS-EU-Q16-IS, bera kennsl á þau svið sem eru krefjandi og rannsaka tengsl stig HL við ýmsa einstaklings-og umhverfisþætti; og III) rannsaka reynslu og þarfir eldra fólks á Norðurlandi sem lúta að því að vera heilsulæs.
Niðurstöður styðja við notagildi HLS-EU-Q16-IS á Íslandi. Fyrstu viðmiðstölur fyrir HL meðal almennings á Íslandi gefa til kynna tiltölulega hátt HL miðað við evrópskar þýðisrannsóknir. Hins vegar mældist eldra fólk á Norðurlandi með takmarkaðra HL en almenningur og samband var á milli HL og ýmissa einstaklings- og umhverfisþátta sem bendir til flókins samspils. Iðjubundið óréttlæti birtist í upplifaðri togstreitu þátttakenda á milli eigin ábyrgðar á heilsu og oft skorts á möguleikum í umhverfinu til að bregðast við. Þetta óréttlæti takmarkar þátttöku eldra fólks í mikilvægri iðju fyrir heilsu og velsæld. Því þarf að huga að valdajafnvægi í öllum aðgerðum tengdum HL og vinna að sameiginlegri ábyrgð á heilsu og inngildingu eldra fólks.
Health literacy (HL) is considered essential to the health and well-being of people of all ages. To be health literate, that is, to make health-related decisions and navigate within the healthcare and welfare systems, is based on individual ability and availability of information and services. In Europe, the importance of HL in research and policy has risen, along with actions to measure comprehensive HL among populations across countries. Although somewhat inconsistent, older adults have been measured globally with lower HL than other adult age groups. However, valid instruments and information on HL in Iceland are limited.
The research, Health Literacy and Older Community-dwelling Icelanders sheds light on the dynamic interaction of personal and environmental factors influencing older adults' ability to perform HL tasks within their environment. The overall aim was to investigate HL, focusing on community-dwelling adults aged 65 and older in sparsely populated areas of northern Iceland from a participatory occupational justice perspective. This included: I) translating, adapting, and validating the Health Literacy Questionnaire, short version (HLS-EU-Q16), as well as establishing norms for HL among the general Icelandic population; II) measuring HL and identifying challenging domains among older adults in northern Iceland using the HLS-EU-Q16-IS, and investigating the associations of HL with various personal and environmental factors; and III) exploring the experiences and needs of older adults in northern Iceland regarding being health literate.
Results indicate that the HLS-EU-Q16-IS version was valid for use in Iceland. The first preliminary norms on HL among the general population indicate a relatively high score compared to European cross-country population-based studies. However, older adults in the north were measured with more limited HL than the general adult population. Among the older adults, there was a correlation between the HL score and various personal and environmental factors, indicating a complex interaction. Occupational injustice was apparent in the tension participants experienced between their responsibility for health and the often lack of environmental-related options to respond. This limits older adults' participation in meaningful occupations essential for health and well-being. Therefore, it is necessary to consider power balance in all actions related to HL and to work towards shared responsibility for the health and inclusion of older adults.
Um doktorsefnið:
Sonja Stelly Gústafsdóttir er fædd árið 1975 á Akureyri. Hún lauk bakkalárprófi í iðjuþjálfunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2003 og meistaraprófi í heilsueflingu innan lýðheilsuvísinda frá Brunel University of London árið 2008. Sonja starfaði sem iðjuþjálfi á geðdeild Landspítalans áður en hún hóf meistaranámið og var ráðin til starfa við Háskólann á Akureyri að því loknu. Samhliða doktorsnáminu hefur Sonja verið í fullu starfi við kennslu, rannsóknir og stjórnun við iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri.
Sonja Stelly Gústafsdóttir ver doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands miðvikudaginn 07. maí
