Doktorsvörn í heilbrigðisvísindum - Íris Ösp Bergþórsdóttir

Aðalbygging
Hátíðasalur
Föstudaginn 21. mars 2025 ver Íris Ösp Bergþórsdóttir doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Mælingar á meðferðarheldni í heimaíhlutun fyrir börn sem stama. Fidelity measurements in home-based intervention studies for children who stutter.
Andmælendur eru dr. Belinda Borrelli, prófessor og yfirmaður seturs um atferlisfræði við Boston University, og dr. Anna Lind G. Pétursdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Jóhanna Thelma Einarsdóttir, prófessor, og meðleiðbeinandi var Kathryn Margaret Crowe, dósent. Auk þeirra sat Þorlákur Karlsson, dósent, í doktorsnefnd.
Þórarinn Guðjónsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 9.00.
Ágrip
Meðferðarheldni vísar til þess að hve miklu leyti íhlutun er framkvæmd samkvæmt áætlun en það er grundvöllur þess að hægt sé að meta árangur hennar. Í þessari ritgerð er kannað hvernig meðferðarheldni hefur áhrif á árangur íhlutunar með því að skoða stamrannsóknir á börnum þar sem íhlutunin er framkvæmd heima. Markmiðin voru að fá heildarsýn á hvernig greint er frá meðferðarheldni í rannsóknum á stami barna þar sem íhlutunin er að hluta til framkvæmd heima, kanna árangur heimamiðaðrar stammeðferðar fyrir eldri börn (STOC) með nákvæmum mælingum á meðferðarheldni, meta hvort hægt sé að ná hárri meðferðarheldni í íhlutunarrannsókn þar sem mælingar á meðferðarheldni eru ítarlega mældar yfir íhlutunartímann, og að meta tengsl milli mælinga á meðferðarheldni og árangurs í meðferð fyrir börn á skólaaldri sem stama.
Rannsóknin byggði á kerfisbundinni leit og úttekt á 36 greinum frá 1981-2021, þar sem fjórir þættir meðferðarheldni voru metnir: magn, heldni, gæði og svörun. Einnig var gerð einliðasniðsrannsókn með sjö drengjum (9-13 ára) og notuð STOC meðferð í 18-30 mánuði. Íhlutunarstundir voru metnar út frá þessum fjórum þáttum meðferðarheldni.
Niðurstöður sýndu að engin rannsókn greindi frá öllum fjórum þáttum meðferðarheldni. STOC rannsóknin sýndi að bæði stam þátttakenda og alvarleiki þess var minni auk þess sem þeir töluðu meira og lífsgæði þeirra jukust marktækt. Aukið magn og heldni íhlutunar tengdist betri árangri hjá þátttakendum sem lýsti sér bæði í auknu tali og minna stami. Heildarskoðun á meðferðarheldni getur veitt dýpri innsýn í breytileika í svörun við íhlutun og undirstrikar mikilvægi nákvæmra mælinga og skráninga á meðferðarheldni.
Abstract
Fidelity of Implementation (FOI) measures how well an intervention is delivered as intended, which is crucial for evaluating its effectiveness. This thesis examines how FOI influences intervention outcomes, focusing on stuttering interventions for children in home settings. It aims to understand FOI reporting in previous studies, evaluate a pilot home-based stuttering intervention (STOC) with detailed FOI measurements, achieve high FOI in a controlled study, and determine the relationship between FOI and outcomes in school-aged children who stutter.
The research involved a systematic literature review of 36 papers (1981-2021) analyzing four FOI components: dosage, adherence, quality, and responsiveness. A single case experimental design was used with seven children (9-13 years) for the STOC intervention, monitored over 18-30 months. The intervention sessions were evaluated based on the four FOI components.
Results showed inconsistent FOI reporting, with dosage most frequently reported and responsiveness least reported. The STOC pilot study demonstrated reduced stuttering and improved fluency and quality of life for participants. Higher dosage and adherence were linked to better outcomes, while quality and responsiveness increased speech output but didn't reduce stuttering.
In conclusion, poor FOI reporting in stuttering research hinders accurate interpretation of findings. The STOC study showed that better adherence leads to improved outcomes. Comprehensive FOI examination can provide insights into intervention variability, highlighting the need for thorough FOI measurement and reporting in future studies.
Um doktorsefnið
Íris Ösp Bergþórsdóttir er fædd árið 1977 í Reykjavík. Hún útskrifaðist af félagsfræðibraut Kvennaskólans í Reykjavík árið 1997 og lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Íris lauk mastersprófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Hún hóf doktorsnám við Menntavísindasvið árið 2014 en fluttist yfir á Heilbrigðisvísindasvið með verkefnið árið 2019. Rannsóknarverkefnið hlaut verkefnastyrk 2014 frá Rannsóknarsjóði Íslands. Íris dvaldi í Santa Barbara í Bandaríkjunum hluta af náminu og starfaði þar undir handleiðslu dr. Rogers Ingham í eitt ár. Samhliða doktorsnáminu hefur Íris starfað á sviði mannauðsmála bæði hjá Icelandair og Elkem Ísland. Eiginmaður Írisar er Sverrir Þór Sverrisson og saman eiga þau börnin Þórdísi Kötlu, Bergþór Inga og Arnald Flóka.
Íris Ösp Bergþórsdóttir ver doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísndum við Læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 21. mars 2025.
