Doktorsvörn í efnaverkfræði - Aysan Safavi
Aðalbygging
Hátíðarsalur
Doktorsefni: Aysan Safavi
Heiti ritgerðar: Þróun næstu kynslóðar hvarflíkana fyrir pýrólýsu (Developing the next generation of pyrolysis reaction models)
Andmælendur
Dr. Patricia Taboada-Serrano, dósent við Rochester Institute of Technology, Bandaríkjunum
Dr. Timo Kikas, prófessor við Estonian University of Life Sciences, Eistlandi
Leiðbeinendur
Dr. Rúnar Unnþórsson, prófessor og deildarforseti Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar HÍ
Dr. Christiaan Richter, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ
Einnig í doktorsnefnd
Dr. Jorge Mario Marchetti, prófessor við Norwegian University of Life Sciences, Noregi
Stjórnandi varnar
Dr. Helmut Wolfram Neukirchen, prófessor og varadeildarforseti Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideildar HÍ
Ágrip
Brennsla sorps frá sveitarfélögum hefur verið skilgreind sem ein helsta uppspretta díoxíns í andrúmsloftinu. Þetta hefur leitt til lokunar fjölmargra brennsluofna í Evrópu. Þrátt fyrir að gösun sorps og lífmassa hafi verið talin vera umhverfisvænni valkostur þá er ekki öruggt að gösunarferlið standist losunarreglugerðir. Pýrólýsa er ferli í gösunarferlinu. Hún er sjálfbær tækni sem notuð er til að framleiða lífeldsneyti og er þekkt fyrir að hafa litla losun eiturefna. Í þessu doktorsverkefni er lagt mat á næmni líkana sem eru oft notuð fyrir pýrólýsu á timbri og tveggja endurbættra líkana. Næmnin er metin útfrá pýrólýsu tilraunum á valhnetuskeljum og með því að greina tiltæk gögn frá pýrólýsu tilraunum á við og plastúrgangi. Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að hefðbundin líkön eru ófullnægjandi þegar kemur að því að spá fyrir um magn brunaefna sem myndast við hátt hitastig. Þetta undirstrikar þörfina á endurbótum þar sem gerð er grein fyrir viðbótarhvörfum. Framlag doktorsverkefnisins á sviði pýrólýsu á við og plasti er umtalsvert. Framlagið felst í því að sýna fram á að aukin nákvæmni og forspárgeta fæst með því að bæta við kviku pýrólýsulíkönin hvörfum á tjöru og kolum sem myndast í ferlinu. Frekari framfarir á sviðinu munu byggja að stórum hluta á auknum skilningi á kvikum einkennum pýrólýsu. Eitt af markmiðum þessa verkefnis er að styðja við frekari rannsóknir og þróun á sviðinu.
Um doktorsefnið
Aysan lauk BS gráðu í efnaverkfræði í Íran áður en hún hóf meistaranám í umhverfisverkfræði-endurnýjanlegri orkuverkfræði við Háskóla Íslands árið 2012. Meistaraverkefni Aysan var unnið í samstarfi við Sorpu bs. Viðfangsefni MS verkefnisins var þróun lotubundinnnar framleiðslu á lífgasi. Áður en hún hóf doktorsnámið sitt vann hún í eitt ár við Tækniháskólann í Danmörku sem rannsakandi, með áherslu á líforku og ammoníakríka áburðarframleiðslu.
Doktorsverkefni Aysan snýst um sjálfbæra framleiðslu orku úr lífúrgangi með pýrólýsu. Í verkefninu voru framkvæmdar tilraunarannsóknir og þróuð hvarf líkön. Hluta af náminu starfaði hún við efnaverkfræðideild Queen Mary háskólans í London þar sem hún rannsakaði grundvallarþætti pýrólýsu til orkuframleiðslu. Aysan heldur áfram rannsóknum sínum á hitagreiningu.
Aysan Safavi