Skip to main content

Doktorsvörn í eðlisfræði - Masoumeh Kazemi

Doktorsvörn í eðlisfræði - Masoumeh Kazemi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. janúar 2025 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsefni:
Masoumeh Kazemi

Heiti ritgerðar:
Samspil örveinda og segulástanda í tvívíðum krómtríhalíð

Andmælendur:
Dr. Mikhail Katsnelson, prófessor í fræðilegri eðlisfræði við Radboud háskólann í Nijmegen, Hollandi.
Dr. Martin Veis, prófessor við eðlisfræðistofnun Karlsháskóla í Prag, Tékkland.

Leiðbeinendur:
Dr. Ivan Shelykh, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Dr. Andrey Kudlis, vísindamaður við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Pavel F. Bessarab, dósent við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Dr. Christian Schneider, prófessor við eðlisfræðistofnun háskólans í Oldenburg, Þýskalandi.

Doktorsvörn stýrir:
Dr. Birgir Hrafnkelsson, prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar HÍ 

Ágrip:
Samsetning lágvíddar efna sem sýna örveindasvörun með seguldýnamík er afar mikilvæg og árangursrík afrek í sviði þéttiefnisfræði. Þessi samþætting hefur gífurlega þýðingu fyrir bæði núverandi og framtíðar tæki sem byggja á segulminni. Þessi ritgerð er helguð fræðilegri greiningu á örveindasvörun og segulvirkni grindar í tveggja vídda efnum, einkum einlögum af CrI3. Með því að sameina niðurstöður DFT og Bethe-Salpeter eftirlíkinga sem lýsa örveinda með Landau-Lifshits-jöfnu sem lýsir dýnamík segulsnúninga grindar, byggjum við upp smásæja kenningu um flókin örveinda-segulviðbrögð og sérstaklega áhrif tíðnisértækrar ljóssegulmögnunarrofunar. Auk þess beinist rannsókn okkar að því að ná stillanlegri stjórn á líftíma og stærð segultopólógískra galla eins og Néel-gerðar skyrmíóna. Við sýnum einnig fram á að möguleikinn á myndun segulskyrmíóna, ásamt mikilli örveinda-Zeeman-sundrun, leiðir til risastórs ójafnvægis í dreifingu, sem er nauðsynleg forsenda fyrir örveinda-afbrigðilega Hall-áhrifinu. Þetta mun gera það mögulegt að líkja eftir ýmsum fyrirbærum sem tengjast samspili örveinda og skyrmíóna.

Um doktorsefnið:
Masoumeh Kazemi fæddist og ólst upp í Teheran, Íran. Hún lauk B.Sc. og M.Sc. gráðu í eðlisfræði frá Íran. Doktorsrannsóknir hennar beindust að fræðilegri greiningu á örveindasvörun og segulhrifum í tveggja vídda efnum, sérstaklega CrI3 einlaga. Masoumeh tók virkan þátt í kennsluferlinu við Háskóla Íslands. Hún kenndi dæmatíma í námskeiðinu Inngangur að skammtafræði.

Doktorsefnið Masoumeh Kazemi

Doktorsvörn í eðlisfræði - Masoumeh Kazemi