Skip to main content

Doktorsfyrirlestur í líffræði - Caroline Elisabeth Haas

""
Hvenær 
15. október 2025 15:30 til 16:30
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari: Caroline Elisabeth Haas

Heiti ritgerðar: Hljóðhegðun og útbreiðsla andarnefju í Norðurhöfum (Acoustic behaviour and spatiotemporal occurrence of northern bottlenose whales in the Nordic Seas)

Leiðbeinandi: Dr. Jörundur Svavarsson, prófessor emerítus við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Aðrir í doktorsnefnd:
Dr. Paul Wensveen, rannsóknarsérfræðingur við Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum
Dr. Patrick Miller, prófessor við School of Biology, University of St Andrews, Skotlandi
Dr. Sascha Hooker, prófessor við School of Biology, University of St Andrews, Skotlandi

Andmælendur voru:
Dr. Ellen Garland, dósent við School of Biology, University of St Andrews, Skotlandi
Dr. Denise Risch, dósent við Scottish Association for Marine Science/University of the Highlands and Islands, Skotlandi
Dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum

Um er að ræða sameiginlega doktorsgráðu með Háskólanum í St Andrews, Skotlandi.

Doktorsvörnin fór fram í Háskólanum í St. Andrews þann 23. september síðastliðinn. 

Ágrip

Svínhvalurinn andarnefja (Hyperoodon ampullatus) lifir á kaldari hafsvæðum í Norður Atlantshafi og beitir þar bergmálsmiðun. Útbreiðsla andarnefju fjarri landi og hin djúpa köfun þeirra leiðir til þess að erfitt er að rannsaka hvalina sjónrænt. Því eru takmarkaðar upplýsingar fyrirliggjandi um hegðun og útbreiðslu hvalsins í Norðurhöfum. Þetta rannsóknarverkefni eykur skilning á hljóðhegðun andarnefju og útbreiðslu tegundarinnar í Norðurhöfum og byggir á samþættingu gagna frá hljóð- og hreyfinemum áföstum hvalnum og staðbundnum hljóðnemum (Passive Acoustic Monitoring; PAM). Fyrsti kafli ritgerðarinnar felur í sér lýsingu á hljóðeðlisfræðilegum eiginleikum og hljóðum dýranna, sem felast í tveimur gerðum af hröðum smellulengjum (click trains), þ.e. suði (buzzes) og hvæsi (rasps). Niðurstöðurnar sýna að þessar smellulengjur eru hljóðfræðilega ólíkar og ennfremur er hlutverk þeirra ólíkt, því suðið er tengt fæðunámi en hvæsið nýtist við tjáskipti. Flokkun suðs og hvæsis má yfirfæra á gögn frá staðbundnum hljóðnemum og þau hjálpa þannig til við að draga ályktanir um hegðun dýranna. Þetta var gert í raundæmarannsókn um hljóðhegðun andarnefju á grunnsvævi og er fjallað um það í þriðja kafla. Tilvist hvæsis en ekki suðs í hljóðupptökum frá grunnsævi, samtengt atferlisathugunum og skráningu hvala á grunnsævi, bendir til þess að hvalirnir leiti skjóls á grunnsævi en séu ekki í fæðuleit. Í fjórða kafla er fjallað er um þætti er móta tilvist og útbreiðslu andarnefju á úthafinu og byggir þetta á langtíma hljóðgögnum frá botnföstum hljóðnemum. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að andarnefja er til staðar allt árið í Norðurhöfum og árstíðabundið munstur í útbreiðslu þeirrra tengist haffræðilegum þáttum, sem gefa til kynna framboð fæðu. Skráður hljómburður frá andarnefjum reyndist eingöngu lágur frá júlí og fram í september, sem dregur úr trúverðugleika eldri tilgátu um að andarnefjan viðhafi árstíðabundið far milli norðurslóða og suðlægari hafsvæða. Þetta getur hinsvegar stutt tilgátu um að dýrin fari í skammtíma ferðir suður á bóginn til að endurnýja húðlag sitt. Í fimmta kafla er fjallað um líkur á skráningum á hljóðum andarnefjunnar, áhrif smellueiginleika og hegðun dýranna á líkur á skráningum, og val á vinnulotu hljóðnema sem notaðir eru við rannsóknirnar. Greiningareiginleikar og stillingar hljóðnemanna eru ákaflega mikilvægar við notkun á staðbundnum hljóðnemum og eru fyrsta skref í átt til þess að nýta hjóðmagn til að meta fjölda andarnefju í Norðurhöfum.

Um doktorinn

Caroline Elisabeth Haas fæddist árið 1994 í Wels í Austurríki. Hún lauk BS námi í líffræði við Julius-Maximilians Háskólanum í Würzburg árið 2017 og meistaraprófi með sérhæfingu í atferlisfræði frá Georg-August Háskólanum í Göttingen í Þýskalandið árið 2020.

Aðalhvati hennar til líffræðináms var mikill áhugi á samskiptum dýra. Hún hefur rannsakað úlfa og hunda, ýmsar prímatategundir og landsel, og í doktorsnámi sínu hljóðhegðun andarnefju.

Caroline Elisabeth Haas flytur doktorsfyrirlestur um verkefni sitt til doktorsprófs í líffræði. Heiti verkefnisins var Hljóðhegðun og útbreiðsla andarnefju í Norðurhöfum. Doktorsvörnin fór fram í Háskólanum í St. Andrews þann 23. september síðastliðinn.  Um er að ræða sameiginlega doktorsgráðu með Háskólanum í St Andrews, Skotlandi.

Doktorsfyrirlestur í líffræði - Caroline Elisabeth Haas