Barneignir í ljósi foreldramenningar, fjölskyldustefnu og fjölbreytileika á Íslandi
Veröld - Hús Vigdísar
VHV-008
Rannsóknarverkefnið Áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi (FIBI) stendur að málþingi þar sem kynntar verða niðurstöður fjölbreyttra rannsókna sem lúta að þróun fæðingartíðni og áhrifum fjölskyldustefnu og foreldramenningar á fjölskyldur á Íslandi.
Málþingið er á ensku og fer fram föstudaginn 12. apríl, á milli klukkan 12 og 17 í Veröld, stofu VHV-008 og er öllum opið. Gestum verður boðið upp á léttar veitingar að málþingi loknu.
Opnunarerindið What is ‘Parenting Culture’? Exploring the challenges of ‘intensive parenting flytur Dr. Charlotte Faircloth, Associate Professor við Social Research Institute í University College London (UCL) í Bretlandi. Hún hefur verið leiðandi í rannsóknum á foreldrahlutverkinu og foreldramenningu um árabil. Verk hennar hafa einkum beinst að uppeldi, kyngervi, parasamböndum og foreldrahlutverkinu út frá sjónarhóli félags- og mannfræðinnar. Hún er einn höfunda bókarinnar Parenting Culture Studies sem gefin er út af Palgrave Macmillan.
Aðrir þáttakendur eru Gerda Neyer, Senior Research Associate við Stokkhólmsháskóla sem hefur m.a. sérhæft sig í samspili fjölskyldustefnu og barneigna í Evrópu, auk fjölbreytts hóps fræðafólks við Háskóla Íslands sem stendur að rannsóknarverkefninu.
Fundarstjóri er Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur hjá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.
Dagskrá:
12:00-12:10 Kynning: FIBI teymið
12:10-12:50 Charlotte Faircloth: What is ‘Parenting Culture’ Exploring the challenges of ‘intensive parenting’
12:50-13:10 Ari Klængur Jónsson: Fertility decline in Iceland, 2013-2022: Trends and Structures
13:10-13:30 Ásdís Arnalds: The 2021 Baby boom in Iceland: Exploring the role of a Parental Leave Reform and the COVID-19 Pandemic
13:30-13:50 Sunna Símonardóttir: Fertility intentions in Iceland – the pull between equality and intensive mothering
13:50-14:10 Gerda Neyer: Not only births, but also intentions: Another puzzle of the fertility decline in developed countries
14:10-14:30 Kaffi
14:30-14:50 Karen Ástudóttir Kristjánsdóttir: LGBTQ+ Parenthood and ART in Iceland: Emotions, Access, and Social Discourse
14:50-15:10 Sólveig Sveinbjörnsdóttir: As laggards or with aspiration for fatherhood: Discrimination represents itself in migration journey of male refugees
15:10-15:30 Íris Ellenberger og Annadís Rúdólfsdóttir: „In the interest of the child“: Discursive constructions of LGBTQ+ foster parenting in interviews with social service providers
15:30-15:50 Guðný Björk Eydal og Kolbeinn Hólmar Stefánsson: Caring fathers and working mothers: Reconciliation and Icelandic Reality
15:50-16:10 Unnur Dís Skaptadóttir: Migrant families with disabled children in Iceland
16:10-16:30 Kristín Heba Gísladóttir: Double Duty: Women, Work, and Family Balance
16:30-17:00 Umræður
17-18:30 Kokteill
FIBI-verkefnið hlaut Öndvegisstyrk frá Rannsóknarsjóði Rannís árið 2021. Markmið þess eru að rannsaka breytingar sem hafa orðið á fæðingartíðni á síðastliðnum árum og öðlast aukinn skilning á ástæðum þeirra. Rannsakendur í verkefninu leita þannig svara við því hvort fjölskyldustefna á Íslandi styðji nægilega vel við barnafjölskyldur og fangi síaukinn fjölbreytileika og breyttar þarfir fjölskyldna, ásamt því að greina hvernig foreldramenning mótar ákvarðanir um barneignir. Ísland veitir einstakt tækifæri til rannsókna á fæðingartíðni og barneignum. Hér á landi er mikil áhersla lögð á jafnrétti kynjanna, fjölskyldur eru fjölbreyttar og fjölskyldustefna styður við atvinnuþátttöku beggja foreldra og jafnari fjölskylduábyrgð. Niðurstöður úr verkefninu byggja á fjölbreyttri aðferðafræðilegri nálgun og munu nýtast við að öðlast aukinn skilning á barneignum á Íslandi og mismunandi aðstæðum ólíkra fjölskyldugerða, ásamt því að vera mikilvægt innlegg inn í alþjóðlegt fræðasamfélag.
Dr. Charlotte Faircloth, Associate Professor við Social Research Institute í University College London (UCL) í Bretlandi flytur opnunarerindi.
Málþingið er á ensku og fer fram föstudaginn 12. apríl, á milli klukkan 12 og 17 í Veröld, stofu VHV-008 og er öllum opið.