Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Þjóðminjasafn Íslands
Aukin samskipti Íslands og Kína hafa vakið athygli víða um heim. Hversu náin eru samskipti íslenskra og kínverskra stjórnvalda? Hvert er umfang efnahags- og viðskiptatengsla landanna? Hefur Kína pólitísk, efnahagsleg og samfélagsleg ítök hér á landi?
Þetta er meðal þeirra spurninga sem að svarað verður á málstofu um nýja skýrslu um samskipti Íslands og Kína frá 1995 til 2021. Í rannsókninni er farið yfir pólitísk, efnahagsleg og samfélagsleg samskipti landanna á þessu tímabili. Þar kemur meðal annars fram að Ísland sóttist eftir efnahagslegu og pólitísku skjóli kínverskra stjórnvalda eftir hrun. Farið er yfir náin samskipti landanna í kjölfar þess og hvernig þau hafa þróast til dagsins í dag.
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Snæfríður Grímsdóttir, aðjúnkt í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands, eru höfundar skýrslunnar en hún var gefin út af Rannsóknasetri um smáríki við Háskóla Íslands.
Dagskrá:
Kynning á helstu niðurstöðum:
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Pallborðsumræður:Snæfríður Grímsdóttir, aðjúnkt í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands.
Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra
Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir, verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um norðurslóðir
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans
Fundarstjóri: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
Fundurinn fer fram á íslensku en skýrslan er á ensku.
Öll velkomin!
Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?