Skip to main content

Algild hönnun og Háskóli Íslands

Algild hönnun og Háskóli Íslands - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. febrúar 2021 12:00 til 13:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ráð um málefni fatlaðs fólks í samstarfi við Tabú standa fyrir fyrirlestrum og pallborðsumræðum um algilda hönnun og Háskóla Íslands.

Algild hönnun er skilgreind sem hönnun framleiðsluvara, umhverfis, áætlana og þjónustu sem allir geta nýtt sér, að því marki sem aðstæður leyfa, án þess að koma þurfi til sérstök útfærsla eða hönnun. Áherslan er ekki á aðgengi fyrir fatlað fólk sérstaklega heldur að komið sé til móts við mannlegan margbreytileika, þ.e. fólk með mismunandi langanir, eiginleika, hæfni og takmarkanir.

Snæfríður Þóra Egilson, prófessor í fötlunarfræði og Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, starfsmaður Öryrkjabandalags Íslands flytja fyrirlestra um efnið. Að erindum loknum taka pallborðsumræður við með aðilum frá Háskóla Íslands, Þroskahálp, Öryrkjabandalaginu og Tabú þar sem efni fyrirlestranna verður rætt áfram.

Fundarstjóri er Embla Guðrúnar Ágústsdóttir frá Tabú.

Viðburðurinn fer fram á íslensku, verður táknmálstúlkaður og rittúlkaður á ensku.

Viðburðurinn er rafrænn.

Hlekk má finna á facebook síðu viðburðar.

Jafnréttisdagar 2021

Algild hönnun og Háskóli Íslands