AFLÝST - Undir smásjánni: Ungar konur og samfélagsmiðlar
Stakkahlíð / Háteigsvegur
Bratti
Þessum viðburði er því miður aflýst vegna veikinda.
RannKyn (Rannsóknarstofa um jafnrétti, kyngervi og menntun) og Menntavísindasvið bjóða til opins fyrirlestrar með Dr. Rosalind Gill, Undir smásjánni: Ungar konur og samfélagsmiðlar þann 10. maí kl. 12-13 í húsnæði Menntavísindasviðs, Stakkahlíð.
Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, heldur opnunarávarp viðburðarins.
Dr. Rosalind Gill er heimsþekktur félagssálfræðingur. Hún hefur gert umfangsmiklar rannsóknir á fjöl- og samfélagsmiðlum og áhrif þeirra á mótun sjálfsmyndar. Hún hefur verið leiðandi í feminískri umræðu um jafnréttismál, móðurhlutverkið, ungar konur og þann þrýsting sem þær upplifa í nútíma samfélagi.
Erindið byggir Gill á nýju rannsóknarverkefni sem framkvæmt var 2020-2022 og fjallar um daglegt (stafrænt) líf ungs fólks. Í erindinu leggur hún sérstaka áherslu á þann þrýsting og kvíða sem ungar konur upplifa í tengslum við samskipti á samfélagsmiðlum. Hún greinir ótta þeirra við að mistakast og hvernig skilja megi reynslu þeirra af stöðugu eftirliti og dómhörku í því samhengi.
Til þess að vinna gegn kynjamisrétti og kynjuðum staðalmyndum í samfélagi okkar er mikilvægt að hafa skilning á kyngervishugmyndum og þróun þeirra. Eitt af stóru jafnréttismálum samtímans er mótun kyngervis í stafrænum heimi, sérstaklega með hliðsjón af ungu fólki og samfélagsmiðlanotkun. Markmið viðburðarins er að vekja athygli á þessu mikilvæga máli.
.RannKyn (Rannsóknarstofa um jafnrétti, kyngervi og menntun) og Menntavísindasvið bjóða til opins fyrirlestrar með Dr. Rosalind Gill, Undir smásjánni: Ungar konur og samfélagsmiðlar þann 10. maí kl. 12-13 í húsnæði Menntavísindasviðs, Stakkahlíð.