50 ára afmæli Árnagarðs og ný tvímála útgáfa á ljóðum Stephans G. Stephanssonar
Árnagarður
Stofa 201
Í tilefni af 50 ára afmæli Árnagarðs og kynningar nýrrar tvímála útgáfu á ljóðum Stephans G. Stephanssonar býður Háskóli Íslands til fagnaðar í stofu 201 í Árnagarði föstudaginn 20. desember nk kl. 16.00.
Dagskrá:
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, býður gesti velkomna
Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Háskóla Íslands: „Hús og handritin“
Helgi Þorláksson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands: „Árnagarður fimmtugur. Sameiginlegar minningar um frumbýlingsárin“
Guðmundur Hálfdánarson, forseti Hugvísindasviðs og Jón Sigurðssonar prófessor við Háskóla Íslands, minnist menningararfs Íslendinga beggja vegna hafs
Anne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada, ræðir menningarsamband Kanada og Íslands
Birna Bjarnadóttir, verkefnisstjóri við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, kynnir Two Lands, One Poet. The Reflections of Stephan G. Stephansson Through Poetry, nýja tvímála útgáfu á safni ljóða eftir Stephan G. Stephansson
Háskólakórinn syngur tvö lög
Öll hjartanlega velkomin ― léttar veitingar
Í tilefni af 50 ára afmæli Árnagarðs og kynningar nýrrar tvímála útgáfu á ljóðum Stephans G. Stephanssonar býður Háskóli Íslands til fagnaðar í stofu 201 í Árnagarði föstudaginn 20. desember nk kl. 16.00.