Skip to main content

20 ára afmælisfundur Stjórnmála & stjórnsýslu

20 ára afmælisfundur Stjórnmála & stjórnsýslu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. desember 2025 16:30 til 17:30
Hvar 

Oddi

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Tímaritið Stjórnmál & stjórnsýsla kom fyrst út í desember 2005 og fagnar því tuttugu ára afmæli um þessar mundir. Afmælis heftið kemur út þriðjudaginn 16. desember og haldinn verður útgáfufundur í Odda, stofu 101, sem hefst kl. 16:30. Fundinum stýrir Agnar Freyr Helgason, dósent í stjórnmálafræði og fulltrúi í ritstjórn tímaritsins.

Agnar Freyr mun í stuttu máli fjalla um sögu og stöðu tímaritsins. Þá ávarpar rektor Háskóla Íslands, Silja Bára Ómarsdóttir, fundinn. Loks munu þær Ásta Dís Óladóttir prófessor og Þóra H. Christiansen aðjúnkt, báðar við Viðskiptafræðideild HÍ, kynna grein þeirra og Viðars Lúðvíkssonar og Katrínar Jakobsdóttur, „Kynjakvótalögin fimmtán ára: Hefur markmiðinu um aukna hlutdeild kvenna verið náð?“

Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar á Litla torgi.

Öll velkomin.

20 ára afmælis- og útgáfufundur tímaritsins Stjórnmála & stjórnsýslu

20 ára afmælisfundur Stjórnmála & stjórnsýslu