Skip to main content

Uppeldis- og menntunarfræði - Aukagrein

Uppeldis- og menntunarfræði - Aukagrein

Menntavísindasvið

Uppeldis- og menntunarfræði

Aukagrein – 60 einingar

Í uppeldis- og menntunarfræði er fengist við spurningar sem tengjast þroska og uppeldi barna og unglinga, samskiptum fólks, sjálfsmyndum einstaklinga og hópa, fjölskyldum, skólum, kynferði og kyngervi, menningarlegum margbreytileika, menntun og starfsframa og þróun skólakerfa. Námið felur í sér fjölbreytta grunnmenntun sem undirbýr fólk til starfa á fjölmörgum sviðum uppeldis-, félags- og tómstundamála.

Skipulag náms

X

Uppeldishlutverkið: Áskoranir í nútímasamfélagi (UME102G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grunnþekkingu í því hvað felst í uppeldi barna og ungmenna. Hugmyndir um uppeldi verða skoðaðar í sögulegu og menningarlegu samhengi með því að rýna í gildi og viðmið samfélagsins og áhrif þeirra á uppeldi. Fjallað verður um samspil fjölskyldna og stofnana um uppeldi barna. Rætt verður um heillavænlegt uppeldi og umönnun barna frá fæðingu til 18 ára aldurs. Sérstaklega verður hugað að hlutverki foreldra, margbreytileika fjölskyldna og ólíkum þörfum þeirra. Ræddar eru áskoranir í uppeldi í nútímasamfélagi og þörf á fræðslu og stuðningi við uppalendur. Í námskeiðinu er lögð áhersla á ígrundun nemenda á persónulegri reynslu með það að markmiði að dýpka skilning þeirra á fræðunum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Jón Vilberg Jónsson
Jónína Sigurðardóttir
Jón Vilberg Jónsson
Uppeldis- og menntunarfræði

Ég valdi námið vegna þess að ég tel að uppeldi og menntun skipti lykilmáli í nútímasamfélagi. Námið hefur farið fram úr öllum mínum væntingum og er bæði gefandi og áhugavert. Ég hlakka til að starfa á þessum mikilvæga vettvangi í framtíðinni.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.