Skip to main content

Uppeldis- og menntunarfræði

Uppeldis- og menntunarfræði

Menntavísindasvið

Uppeldis- og menntunarfræði

BA – 180 einingar

Viðfangsefni BA náms í uppeldis- og menntunarfræði eru til dæmis uppeldi barna og ungmenna, kyn, samskipti, fjölskyldur, samfélag, menntun og menntastofnanir, margbreytileiki, starfsvettvangur og rannsóknaraðferðir félagsvísinda. Námið felur í sér grunnmenntun sem býr fólk undir margvísleg störf á vettvangi svo sem á sviði stuðnings við börn og ungmenni, frístundastarfs, frjálsra félagasamtaka, fræðslustarfa og stjórnsýslu. Námið leggur einnig grunn að fræði- og rannsóknarstörfum.

Fjarnám eða staðnám. Fjarnám felur þó alltaf í sér einhverja mætingu í rauntíma.

Skipulag náms

X

Vinnulag í háskólanámi (MMB101G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grundvallarfærni í fræðilegum vinnubrögðum og undirbúa þá sem best fyrir námið. Fjallað er um fagleg vinnubrögð í háskólanámi og um fræðileg skrif. Kynnt verða meginatriði í skipulagi og frágangi verkefna og ritgerða. Áhersla verður lögð á að þjálfa nemendur í að skrifa fræðilegan texta á góðri íslensku. Nemendur vinna m.a. verkefni þar sem þeir æfa sig í að finna heimildir í gegnum leitarvélar, nota og skrá heimildir á réttan hátt.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Jónína Sigurðardóttir
Jón Vilberg Jónsson
Jónína Sigurðardóttir
Uppeldis- og menntunarfræði

Ég hef alltaf haft áhuga á velferð barna og þess vegna valdi ég nám í uppeldis- og menntunarfræði. Námið er fyrir alla þá sem hafa hug á að móta komandi kynslóðir og gera þær enn betri.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.