Skip to main content

Trúarbragðafræði - Aukagrein

Trúarbragðafræði - Aukagrein

Hugvísindasvið

Trúarbragðafræði

Aukagrein – 60 einingar

Trúarbrögð heimsins eru eins ólík og þau eru mörg. Þau eru sömuleiðis ólík innbyrðis og taka breytingum í tímans rás. Heimur trúarbragðanna er flókinn og heillandi. Þrátt fyrir allan fjölbreytileikann eiga trúarbrögðin það sameiginlegt að hafa áhrif á samfélög fólks og menningu með fjölbreytilegum hætti. Þau fléttast saman við hin ýmsu svið mannlífsins, til dæmis stjórnmál, menntun, lög, listir, vísindi.  

Skipulag náms

X

Inngangur að Gamla testamentinu (GFR104G)

Fjallað verður um tilurðar- og bókmenntasögu Gamla testamentisins og þá mynd af stjórnmálasögu og trúarsögu „Ísraels“ sem þar er sett fram. Jafnframt verður fjallað um niðurstöður nýjustu ritskýringar-, sagnfræði- og fornleifarannsókna á stjórnmála- og trúarsögu landsvæðisins fyrir botni Miðjarðarhafs frá lokum bronsaldar og á 1. árþúsundi f. Kr. og þær niðurstöður bornar saman við söguskilning Gamla testamentisins. M.ö.o. verður annars vegar leitast við að varpa ljósi á „Ísrael“ Biblíunnar og hins vegar „Ísrael“ sögunnar (í sagnfræðilegum skilningi). Hugað verður að ólíkum hugmyndahefðum sem varðveittar eru í mismunandi bókmenntahefðum Gamla testamentisins og þessar hugmyndahefðir settar í almennt samhengi menningar og trúar þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs til forna. Einnig verður hugað að þróun guðsmyndarinnar í konungsríkjunum Ísrael og Júda á grundvelli rannsókna á félagssögulegu samhengi átrúnaðar í G.t.

Til grundvallar liggur nálgun og umfjöllun kennslubókar námskeiðsins, Introduction to the Bible eftir Christine Hayes, prófessor í trúarbragðafræðum við Yale-háskóla.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.