Skip to main content

Þjóðfræði

Þjóðfræði

Félagsvísindasvið

Þjóðfræði

BA – 180 einingar

Þjóðfræðin rannsakar daglegt líf og daglegt brauð: sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhætti, trú og tónlist, siði og venjur, hátíðir og leiki, föt, tísku og matarhætti um heim allan. Áhersla er lögð á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft og hvernig fólk talar saman og lifir í samfélagi hvert við annað. Þjóðfræðin er kennd í staðnámi, fjarnámi og netnámi.

Skipulag náms

X

Vinnulag í félagsfræði, mannfræði og þjóðfræði (FMÞ101G)

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir frekara háskólanám. Námskeiðið veitir nemendum alhliða þjálfun í faglegum vinnubrögðum í félagsfræði, mannfræði og þjóðfræði og hjálpar þeim að skipuleggja nám sitt. Fjallað er um grunnatriði gagnaöflunar, heimildameðferðar, fræðilegra skrifa og miðlunar í ræðu og riti.

Auk þess er fjallað um skipulagningu náms og aðferðir sem geta hjálpað nemendum að vinna markvisst að því að ná árangri, s.s. tímastjórnun, verkefnaáætlanir og árangursríkar námsvenjur. Einnig er kynnt hvaða úrræði og stoðþjónusta stendur nemendum til boða.

Sérstök áhersla er lögð á öflun og notkun rafrænna gagna, þ.m.t. gervigreindarverkfæri (í samræmi við akademískar reglur) sem geta stutt við rannsóknir og fræðileg skrif. Einnig hvaða takmarkanir og ábyrgð fylgja slíkri notkun.

Farið er í grunnþætti heimildameðferðar og úrvinnslu gagna, og nemendur þjálfaðir í heimildavinnslu og frágangi tilvitnana, tilvísana og heimildaskrár skv. APA 7.0 staðlinum. Jafnframt er fjallað um grundvallaratriði í framsetningu fræðilegs efnis og þekkingar í ræðu og riti og nemendur þjálfaðir í að skipuleggja og miðla viðfangsefnum á fræðilegan hátt.

Að loknu námskeiði ættu nemendur að hafa skýra hugmynd um þær kröfur sem gerðar eru til fræðilegra vinnubragða nemenda í háskólanámi í félagsfræði, mannfræði og þjóðfræði og þær aðferðir sem beita þarf til að uppfylla þær kröfur.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Romina Werth
Björk Hólm Þorsteinsdóttir
Pétur Húni Björnsson
Romina Werth
BA í þjóðfræði

Fólkið og hversdagslíf þess er ávallt í brennideplinum í þjóðfræðinni. Viðfangsefnin eru fjölbreytt, en sjálf er ég að rannsaka hvernig lesa má samfélagið og upplifun fólks af því í gegnum ævintýrin sem það sagði hvert öðru á 19. öld. Þjóðfræðin hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi á síðustu árum og íslenskir þjóðfræðingar njóta mikillar viðurkenningar á alþjóðavettvangi.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Þjóðfræði á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.