Skip to main content

Tannlæknisfræði - gamla námsleiðin

Tannlæknisfræði - gamla námsleiðin

Heilbrigðisvísindasvið

Tannlæknisfræði

cand. odont. – 360 einingar

Í tannlæknisfræði læra nemendur tann- og munnvísindi og hvernig tannheilsa hefur áhrif á heilbrigði fólks. Nemendur fá þjálfun á tannlæknastofu Tannlæknadeildar. Einungis 8 nemendur halda áfram námi að loknu fyrsta misseri. Námsleiðinni hefur nú verið skipt upp í BS og meistaranám kandídatsnám og er hvor námsleið 180 einingar. 
NÝIR NEMAR SÆKJA UM TANNLÆKNISFRÆÐI BS NÁM

Skipulag náms

X

Efnafræði I (EFN106G)

Námskeið fyrir nemendur í tannlæknisfræði. Almenn og sérhæfð atriði um efnatengi og sameindabyggingu. Efnahvörf. Lofttegundir, vökvar, föst efni og lausnir. Varma- og hraðafræði efnahvarfa. Efnajafnvægi: sýru-basa, fellingar-, komplex- og afoxunar. Málmlífrænir komplexar. Rafefnafræði og kjarnefnafræði og málmlífrænir komplexar. Eiginleikar fastefna.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Elín Gunnarsdóttir
Hrafnhildur Tinna Sörensdóttir
Kristófer Sigurðsson
Elín Gunnarsdóttir
Tannlæknisfræði - BS nám

Ég hef alltaf viljað vinna í höndunum og svo þegar ég fór að huga að háskólanámi þá kom í ljós að tannlæknisfræðin hafði margt sem vakti áhuga hjá mér. Mér finnst námið krefjandi en virkilega skemmtilegt á sama tíma, við erum 8 saman á ári og erum orðnir svo góðir vinir. Félagslífið innan deildarinnar hefur líka alltaf verið mjög virkt sem gerir þessi 6 ár enn líflegri. Ef að þú hefur áhuga á að vinna í höndunum og eiga mikil samskipti við fólk á hverjum degi, vilt vinna á eðlilegum dagvinnutímum sem henta fjölskyldulífi og við mikið starfsöryggi er tannlæknisfræðin mögulega fyrir þig! Klásusinn var auðvitað mjög erfiður en algjörlega þess virði! Gott skipulag og harður haus er lykilatriðið og kemur manni mjög langt ef ekki alla leið í gegn. – Áfram þú! 

Hafðu samband

Skrifstofa Tannlæknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík
Sími: 525 4871
givars@hi.is
Viðtalstími samkvæmt samkomulagi

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.