Skv. reglum Stofnunar rannsóknasetra HÍ skipar háskólaráð stofnuninni fimm manna ráðgefandi nefnd til þriggja ára í senn. Hlutverk nefndarinnar er að vera háskólaráði, rektor og forstöðumanni til ráðgjafar um stefnumarkandi ákvarðanir og viðfangsefni stofnunarinnar og hafa almenna yfirsýn yfir starfsemina.
Nefndina skipa:
- Guðmundur Hálfdánarson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði, formaður.
- Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.
- Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum.
- Kristín Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands.
- Snæbjörn Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ.