Skip to main content

Starfstengt nám fyrir fólk með þroskahömlun - Grunndiplóma

Starfstengt nám fyrir fólk með þroskahömlun - Grunndiplóma

Menntavísindasvið

Starfstengt nám fyrir fólk með þroskahömlun (ekki tekið inn í námið 2025-2026)

Grunndiplóma –

Þessi námsleið er sérsniðin að nemendum með þroskahömlun og geta nemendur reiknað með að fá góðan undirbúning fyrir störf í skólum, leikskólum, félagsmiðstöðvum eða öðrum vettvangi þar sem fatlað fólk sækir þjónustu. Tilgangur námsins er að veita fólki með þroskahömlun möguleika til fullgildrar samfélagsþátttöku.

Námið er skipulagt í samræmi við yfirlýsta alþjóðlega stefnu hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun, mannréttindasáttmála og stefnu HÍ.

Skipulag náms

X

Vinnulag í háskólanámi (HÍT101G)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum grundvallarfærni í fræðilegum vinnubrögðum. Kynnt verða meginatriði í skipulagi og frágangi verkefna og ritgerða. Áhersla verður lögð á að þjálfa nemendur í að skrifa fræðilegan texta á góðri íslensku. Nemendur öðlast þjálfun í að finna heimildir í gegnum leitarvélar, nota og skrá heimildir á réttan hátt.

Námsmat byggist á vikulegum verkefnaskilum og stuttri fræðilegri greinargerð sem skilað er í lok námskeiðs.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Arnbjörg K. Magnúsdóttir
Margeir Þór Hauksson
Arnbjörg K. Magnúsdóttir
Starfstengt diplómanám

Ég sótti um í námið því það sem ég hafði heyrt um námið fannst mér spennandi. Námið er frábært, það hefur aukið sjálfstraust mitt og ég hef kynnst nýju fólki. Ég er á leikskólalínu og hef lært margt sem ég get nýtt mér með leikskólabörnum í starfsnáminu. Þegar ég útskrifast langar mig að vinna á leikskóla. Ég hvet alla áhugasama um að sækja um í námið því að það gefur allskonar möguleika.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
Stakkahlíð, 1. hæði í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni 

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.