Ljósmyndagreiningin er unnin í samstarfi við Hvalasafnið á Húsavík og hófst hún árið 2001. Hægt er að þekkja einstaka hvali á ýmsum einkennum eins og örum eða áverkum á líkama þeirra.
Sporður hnúfubaksins er til að mynda einstakur, rétt eins og fingrafar mannsins. Engir tveir sporðar eru eins og þar af leiðandi eru engir tveir hvalir eins.
Steypireyðar má einnig þekkja í sundur, en lit- og blæbrigði þeirra eru ólík milli einstaklinga.
Blettahnýða má þekkja í sundur á litamynstri á líkama þeirra og einnig af örum og skurðum á bakuggum.
Einstakar hrefnur má þekkja meðal annars af örum á baki eða bakugga.
Hvalasafnið á Húsavík