Opinber stjórnsýsla
210 einingar - Ph.D. gráða
Meginmarkmið námsins er að bregðast við aukinni þörf fyrir sérhæfingu á sviði opinberrar stjórnsýslu og auka rannsóknir og þekkingu á opinberi stjórnsýslu sem fræðigrein í ljósi sívaxandi krafna um þekkingu á víðtækum sviðum hins opinbera.
Námið
Doktorsnám samanstendur af 180 ECTS ritgerð og 30 ECTS í námskeiðum á fræðasviðum doktorsverkefnis. Gera má kröfu um að nemandi í doktorsnámi taki þar að auki allt að 60 eininga bóknámshluta. Doktorsnemar sem hafa lokið bæði grunn- og meistaranámi við íslenska háskóla skulu taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla.
Rannsóknartengt meistarapróf með fyrstu einkunn, eða sambærilegt nám.
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is
Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15
Sími: 525 4500
Nánari upplýsingar um námið veita Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz, verkefnisstjóri og Kolbrún Eggertsdóttir, gæðastjóri.
Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið doktorsnamFVS@hi.is.