Skip to main content

Gleðileg próflok! Höldum upp á með notalegri jólastund

Gleðileg próflok! Höldum upp á með notalegri jólastund - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. desember 2025 15:00 til 18:00
Hvar 

Saga - Bókasafn 2. hæð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Gleðileg próflok! Höldum upp á með notalegri jólastund  

Í tilefni af lokum haustannar og komandi jóla viljum við, Alexía sköpunarstýra og Eyrún nýsköpunarstýra Nýmenntar á MVS bjóða öllum nemum, kennurum, börnum og starfsfólki sviðsins að koma og eiga notalega og skapandi jólastund með okkur á bókasafninu á 2. hæð í Sögu á miðvikudaginn 10. desember milli kl 15 og 18. 

Við munum leiða föndur á fallegum sjáfbærum  jólastjörnum og við komum með allan efnivið.

 Það verða léttar veitingar í boði og þátttaka er ókeypis. 

Viðburðurinn er fyrsti dagskráliður í nýstofnuðu Hannyrðafélagi á MVS sem mun bjóða upp á reglulegar samverustundir og viðburði á komandi ári.    

Hlökkum til að sjá ykkur.
 Alexía og Eyrún 

Komdu og fagnaðu lokum annar með notalegri jólastund á bókasafninu í Sögu. Alexía og Eyrún leiða fallegt jólastjörnu-föndur og bjóða upp á léttar veitingar. Allir nemar, kennarar, börn og starfsfólk eru hjartanlega velkomin.

Gleðileg próflok! Höldum upp á með notalegri jólastund