Skip to main content

Velkomin til Gilead

Velkomin til Gilead - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. desember 2025 16:00 til 18:00
Hvar 

Þjóðminjasafn Íslands

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málþing Kvenréttindafélags Íslands, RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við HÍ og UN Women á Íslandi um kyn- og frjósemisréttindi á tímum öfgahyggju miðvikudaginn 10. desember kl. 16 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. 

Alþjóðlegi mannréttindadagurinn er haldinn þann 10. desember ár hvert og markar hann lok 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni efna Kvenréttindafélag Íslands, RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við HÍ og UN Women á Íslandi til málþings um réttindi kvenna.

Mikið bakslag er að eiga sér stað í jafnréttismálum um allan heim. Öfgahyggja og fjármagnaðar and-kynjahreyfingar (e. anti-gender movements) sækja í sig veðrið með það að markmiði að grafa undan lýðræði og mannréttindum og kvenfyrirlitning eykst. Sótt er að mannréttindum kvenna og hinsegin fólks og sjálfsákvörðunarréttur þeirra og öruggt aðgengi að þungunarrofi orðið að pólitísku bitbeini enn á ný. Er söguþráður bókarinnar og sjónvarpsþáttanna The Handmaid´s Tale eftir Margaret Atwood að verða að veruleika?

Við höfum fengið Antoninu Lewandowska og Bjarka Þór Grönfeldt til liðs við okkur til að reyna að varpa ljósi á stöðuna. Antonina er félagsfræðingur, rannsakandi og aðgerðasinni í doktorsnámi við Háskólann í Varsjá, þar sem hún rannsakar reynslu fólks af þungunarrofi í kerfislægu og stofnanalegu samhengi.

Bjarki Þór er doktor í stjórnmálasálfræði frá University of Kent í Bretlandi. Hann starfar sem sérfræðingur í samfélagsmálum hjá Landsvirkjun en er jafnframt aðjúnkt við sálfræðideild Háskóla Íslands og tekur þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum, þar á meðal á incel menningunni.Ath. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Opnunarerindi:
Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Lokaorð:
Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands
Fundarstjórn:
Svanhildur Anja Ástþórsdóttir, verkefnastjóri hjá GRÓ GEST

Dagskrá:
16:00 Hús opnar
16:10 Opnunarerindi – Stella Samúelsdóttir
16:15 Antonina Lewandowska: Öfga-fólksfjölgunarhyggja og aðför að frjósemisréttindum um allan heim.
16:40 Bjarki Þór Grönfeldt: Tilurð og þróun incel menningarinnar og tengsl hennar við kvenfyrirlitningu í mannhvelinu á netinu (e. Manosphere).
16:55 Umræður og spurningar úr sal
17:25 Lokaorð – Tatjana Latinovic
17:30 Viðburði lýkur og léttar veitingar

Um fyrirlesara:
Antonina Lewandowska, FEDERA – Foundation for Women and Family Planning í Póllandi.Antonina Lewandowska er félagsfræðingur, rannsakandi og aðgerðasinni í doktorsnámi við Háskólann í Varsjá, þar sem hún rannsakar reynslu fólks af þungunarrofi í kerfislægu og stofnanalegu samhengi. Hún lauk námi í Leadership, Communication and Policy Skills Development við Háskólann í Cambridge og var fyrst til að starfa sem ráðgjafi hjá Stúdentaráði Háskólans í Varsjá um mál sem sneru að kynferðislegu ofbeldi.
Hjá FEDERA – Foundation for Women and Family Planning í Póllandi vinnur hún að bættu aðgengi að þungunarrofi og getnaðarvörnum og að því að uppræta ofbeldi á sviði kvenlækninga í Póllandi. Hún vinnur einnig með alþjóðlegum samtökum á borð við ASTRA Network og er sérfræðingur hjá Evrópusambandinu þar sem hún kortleggur aðgengi að getnaðarvörnum (EU Contraception Atlas).Antonina er meðhöfundur nokkurra skýrslna um kynfræðslu og réttindi kvenna. Antonina hlaut nafnbótina Women’s Champion of the Year 2022 frá Population Matters og fékk einnig Tadeusz Mazowiecki-verðlaunin árið 2022 fyrir framlag sitt til réttinda á sviði kynheilbrigðis og fjölskylduáætlunar. Antonina skrifaði skýrsluna „Welcome to Gilead“ árið 2021 en skýrslan varpar ljósi á hvernig öfgafull fólksfjölgunarhyggja og brot á frjósemisréttindum eru vaxandi, hnattræn ógn.

Bjarki Þór Grönfeldt, stjórnmálasálfræðingur.Bjarki Þór Grönfeldt er doktor í stjórnmálasálfræði frá University of Kent í Bretlandi. Bjarki starfar sem sérfræðingur í samfélagsmálum hjá Landsvirkjun en er jafnframt aðjúnkt við sálfræðideild Háskóla Íslands og tekur þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum, þar á meðal á incel menningunni.

Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir!

Velkomin til Gilead!
Málþing Kvenréttindafélags Íslands, RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við HÍ og UN Women á Íslandi um kyn- og frjósemisréttindi á tímum öfgahyggju miðvikudaginn 10. desember kl. 16 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. 
Alþjóðlegi mannréttindadagurinn er haldinn þann 10. desember ár hvert og markar hann lok 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni efna Kvenréttindafélag Íslands, RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við HÍ og UN Women á Íslandi til málþings um réttindi kvenna.
Mikið bakslag er að eiga sér stað í jafnréttismálum um allan heim. Öfgahyggja og fjármagnaðar and-kynjahreyfingar (e. anti-gender movements) sækja í sig veðrið með það að markmiði að grafa undan lýðræði og mannréttindum og kvenfyrirlitning eykst. Sótt er að mannréttindum kvenna og hinsegin fólks og sjálfsákvörðunarréttur þeirra og öruggt aðgengi að þungunarrofi orðið að pólitísku bitbeini enn á ný. Er söguþráður bókarinnar og sjónvarpsþáttanna The Handmaid´s Tale eftir Margaret Atwood að verða að veruleika?
Við höfum fengið Antoninu Lewandowska og Bjarka Þór Grönfeldt til liðs við okkur til að reyna að varpa ljósi á stöðuna. Antonina er félagsfræðingur, rannsakandi og aðgerðasinni í doktorsnámi við Háskólann í Varsjá, þar sem hún rannsakar reynslu fólks af þungunarrofi í kerfislægu og stofnanalegu samhengi.
Bjarki Þór er doktor í stjórnmálasálfræði frá University of Kent í Bretlandi. Hann starfar sem sérfræðingur í samfélagsmálum hjá Landsvirkjun en er jafnframt aðjúnkt við sálfræðideild Háskóla Íslands og tekur þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum, þar á meðal á incel menningunni.Ath. Viðburðurinn fer fram á ensku.
Opnunarerindi:Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á ÍslandiLokaorð:Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags ÍslandsFundarstjórn:Svanhildur Anja Ástþórsdóttir, verkefnastjóri hjá GRÓ GESTDagskrá:16:00 Hús opnar16:10 Opnunarerindi – Stella Samúelsdóttir16:15 Antonina Lewandowska: Öfga-fólksfjölgunarhyggja og aðför að frjósemisréttindum um allan heim.16:40 Bjarki Þór Grönfeldt: Tilurð og þróun incel menningarinnar og tengsl hennar við kvenfyrirlitningu í mannhvelinu á netinu (e. Manosphere).16:55 Umræður og spurningar úr sal17:25 Lokaorð – Tatjana Latinovic17:30 Viðburði lýkur og léttar veitingarUm fyrirlesara:Antonina Lewandowska, FEDERA – Foundation for Women and Family Planning í Póllandi.Antonina Lewandowska er félagsfræðingur, rannsakandi og aðgerðasinni í doktorsnámi við Háskólann í Varsjá, þar sem hún rannsakar reynslu fólks af þungunarrofi í kerfislægu og stofnanalegu samhengi. Hún lauk námi í Leadership, Communication and Policy Skills Development við Háskólann í Cambridge og var fyrst til að starfa sem ráðgjafi hjá Stúdentaráði Háskólans í Varsjá um mál sem sneru að kynferðislegu ofbeldi.Hjá FEDERA – Foundation for Women and Family Planning í Póllandi vinnur hún að bættu aðgengi að þungunarrofi og getnaðarvörnum og að því að uppræta ofbeldi á sviði kvenlækninga í Póllandi. Hún vinnur einnig með alþjóðlegum samtökum á borð við ASTRA Network og er sérfræðingur hjá Evrópusambandinu þar sem hún kortleggur aðgengi að getnaðarvörnum (EU Contraception Atlas).Antonina er meðhöfundur nokkurra skýrslna um kynfræðslu og réttindi kvenna. Antonina hlaut nafnbótina Women’s Champion of the Year 2022 frá Population Matters og fékk einnig Tadeusz Mazowiecki-verðlaunin árið 2022 fyrir framlag sitt til réttinda á sviði kynheilbrigðis og fjölskylduáætlunar. Antonina skrifaði skýrsluna „Welcome to Gilead“ árið 2021 en skýrslan varpar ljósi á hvernig öfgafull fólksfjölgunarhyggja og brot á frjósemisréttindum eru vaxandi, hnattræn ógn.
Bjarki Þór Grönfeldt, stjórnmálasálfræðingur.Bjarki Þór Grönfeldt er doktor í stjórnmálasálfræði frá University of Kent í Bretlandi. Bjarki starfar sem sérfræðingur í samfélagsmálum hjá Landsvirkjun en er jafnframt aðjúnkt við sálfræðideild Háskóla Íslands og tekur þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum, þar á meðal á incel menningunni.
Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir!

Velkomin til Gilead