Doktorsvörn í lífefnafræði - Mahtab Hafizi Yazdabadi

Askja
Stofa 132
Doktorsefni: Mahtab Hafizi Yazdabadi
Heiti ritgerðar: Sameindaleg virkni ómótaða umritunarþáttarins HMGA1 rannsökuð með staksameindatækni (The Intrinsically Disordered HMGA1 Protein Investigated with Single-molecule Techniques).
Andmælendur: Dr. Margrét Helga Ögmundsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Dr. Louise Pinet, lektor, CRMN-ENS Lyon, Frakklandi.
Leiðbeinandi: Dr. Pétur O. Heiðarsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Zophonías Jónsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Dr. Dominika Gruszka, dósent við Eðlisfræðideild Oxford Háskóla og Kavli Institute for Nanoscience Discovery.
Doktorsvörn stýrir: Dr. Snæbjörn Pálsson, prófessor og deildarforseti Líf-og umhverfisvísindadeildar HÍ.
Ágrip
Samskipti milli kjarnapróteina og DNA eru grundvallaratriði í mikilvægum frumuferlum, og því er byggingarlegur sveigjanleiki einn af einkennandi þáttum margra DNA-bindipróteina. Mörg þessara próteina, þar á meðal umritunarþættir og litnismótandi prótein, innihalda svæði sem eru ómótuð. High-mobility group próteinið HMGA1 er mjög ómótað litnismótandi prótein sem er mikið tjáð í stofnfrumum og í ágengum krabbameinum, sem gerir það að hugsanlegu meðferðarskotmarki . HMGA1 endurmótar litni með því að keppa við tengipróteinið histón H1, en sameindalíffræðilegur ferill þessarar samkeppni er enn óþekktur vegna áskorana við rannsóknir á ómótuðum próteinum. Í þessari rannsókn beittum við staksameindatækni til að kanna sameindalegan grundvöll starfsemi HMGA1 og áhrif þess á byggingu litnisagna, einkum með tilliti til þess hvernig það hefur áhrif á bindingu históns H1. Niðurstöður okkar sýna að HMGA1a breytir ekki marktækt afbindingartíðni H1, sem bendir til þess að það geti ekki fjarlægt H1 úr litnisögnum á virkan hátt. Hins vegar dregur HMGA1a úr bindingarhraða H1, sem bendir til að þegar H1 losnar, komi HMGA1a líklega í veg fyrir endurbindingu þess. Að auki framkvæmdum við frumrannsóknir með staksameindatækni á styttu HMGA1a-afbrigði sem vantar súran C-enda, og veita þær fyrstu innsýn í mögulegt stjórnhlutverk þessa dularfulla svæðis. Að lokum uppgötvuðum við að H1 getur bundist litnisögnum sem eru að hluta opnar, með mun hærri afbindingartíðni . Með því að nýta háþróaðar staksameindaaðferðir varpa þessar rannsóknir ljósi á sameindalega virkni HMGA1-miðlaðrar litnisendurstillingar og leggja grunn að frekari rannsóknum sem miða að því að skoða HMGA-prótein sem æxlisvaldandi stýriþætti í krabbameini.
Um doktorsefnið
Mahtab Hafizi fæddist árið 1994 í Esfahan, Íran. Hún lauk BS-prófi í frumu- og sameindalíffræði frá Háskólanum í Shiraz árið 2016 og MS-prófi í lífefnafræði frá sama háskóla árið 2019. Árið 2020 hóf hún störf sem rannsóknaraðstoðarmaður í rannsóknarhópi Dr. Péturs O. Heiðarssonar þar sem hún hóf rannsóknir á ómótaðuðum umritunarþáttum. Hún hóf doktorsnám í lífefnafræði við Háskóla Íslands árið 2021 og sinnir nú áfram rannsóknum á þessu sviði.
Mahtab Hafizi Yazdabadi
