Frá karllægu ofbeldi til umhyggjusiðfræði: Framlag vistfemínisma til grænnar afbrotafræði

Saga - Stofa 262
Dr Cassie Pedersen, lektor í afbrotafræði og réttarfarsfræði við Federation háskóla í Ástralíu og Dr Stephen Burrell, lektor í kynjafræði og afbrotafræði við Melbourne háskóla halda erindið Frá karllægu ofbeldi til umhyggjusiðfræði: Framlag vistfemínisma til grænnar afbrotafræði.
Í erindinu varpa þau Pedersen og Burrell ljósi á neikvæð áhrif manneskjunnar á hinn „meira-en-mennska“ náttúruheim með því að tengja saman græna afbrotafræði og vistfemínisma. Þau sýna hvernig viðtekið kynhlutlaust sjónarhorn horfir fram hjá hlut karla og karlmennsku þegar skaði gagnvart umhverfinu er skoðaður. Þau álíta að skaði sem unninn er á dýraríkinu og hinu-meira-en-mennska umhverfi sé kynjað fyrirbæri sem ætti að skilja sem birtingarmynd á karllægu ofbeldi.
Vistfemínismi veitir innsýn í hvernig ofbeldi af þessu tagi má rekja til tvíhyggju sem setur manneskjuna ofar náttúrunni, og hið karllæga ofar hinu kvenlæga. Hið kynjaða stigveldi gerir mögulegt að líta á aðra eingöngu sem tæki sem þjónar þeim tilgangi að réttlæta ofbeldi. Vistfemínisminn gefur möguleika á að skilja karllægt ofbeldi gegn umhverfinu en ekki síður að kynna aðferðir til að binda enda á það. Leiðin að því er umhyggjusiðfræði sem afhjúpar stigveldishugsun og talar fyrir friðsamlegum tengslum milli manna og hinnar meira-en-mennsku tilveru.
Með því að byggja upp tengsl umhyggju og jafnræðis við aðrar verur reynist erfiðara að koma fram við þær á drottnandi og ofbeldisfullan hátt og það skapar grundvöll fyrir sjálfbæra tilveru.
Fundarstjóri er Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði og félagsfæði.
Viðburðurinn er þverfræðilegt samstarf milli námsbrautar í kynjafræði, Rannsóknastofu í afbrotafræði, MARK, Siðfræðistofnunar og Sjálfbærnistofnunar.
Dr Cassie Pedersen er lektor í afbrotafræði og réttarfarsfræði við Federation háskóla í Ástraliu. Rannsóknir hennar er á sviði fræðilegra hug- og félagsvísinda, sakfræði and‐tegundahyggju, vistfemínisma, áfallakenningar og gagnrýnna dýrarannsókna. Út frá þessum sjónarhornum skoðar hún hvernig kúgunarkerfi svo sem kynjamisrétti, kynþáttafordómar, tegundahyggja og fötlunarfordómar eru samtvinnuð og viðhalda og ýta undir skaða í bæði mannlegum og meira‐en‐mannlegum heimum.
Dr Stephen Burrell er lektor í afbrotafræði og kynjafræði við Melbourne háskóla í Ástralíu. Meðal helstu rannsóknasviða hans eru karlar, karlmennska og ofbeldi. Doktorsritgerð hans fjallaði um starf með drengjum og körlum gegn ofbeldi og nýlegar rannsóknir hans snúast um tengslin milli karllægs ofbeldis og umhverfisógnar. Hann er heiðursfélagið í Félagsfræðideild Durham háskóla í Bretlandi, starfar með samtökunum MenEngage Global Alliance og stjórnar hlaðvarpin Now and Men: Current conversations on men’s lives.