Doktorsvörn í Menntavísindum: Hervör Alma Árnadóttir

Aðalbygging
Hátíðasalur
Hervör Alma Árnadóttir ver doktorsritgerð sína í menntavísindum við Deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands. Vörnin fer fram þriðjudaginn 25. nóvember kl. 13:00 í Hátíðasal Aðalbyggingar og verður einnig streymt.
Heiti ritgerðar: Þátttaka barna og ungs fólks í rannsóknum: Tækifæri og áskoranir
Andmælendur: Dr. Ingrid Höjer, professor emerita við the University of Gothenburg, Svíþjóð og Dr. Ottar Ness, professor við the Norwegian University of Science and Technology, Noregi.
Aðalleiðbeinandi: dr. Guðrún Kristinsdóttir prófessor emerita við Háskóla Íslands, meðleiðbeinandi Dr. Sissel Seim, dósent við Oslo Metropolitan University, Noregi.
Auk þeirra sat í doktorsnefnd Dr. Svein Arild Vis, prófessor við The Arctic University of Norway. Noregi.
Stjórnandi athafnar: Dr. Ólafur Páll Jónsson forseti Deildar menntunar og margbreytileika stjórnar athöfninni.
Verið öll velkomin!
--
Um doktorsefni:
Hervör Alma útskrifaðist með BA próf í félagsfræði 1997, lauk prófi til starfsréttinda í félagsráðgjöf 1999 og meistaraprófi í félagsráðgjöf 2006. Hún hefur starfað víða innan félags – og heilbrigðiskerfis. Sem félagsráðgjafi starfaði hún meðal annars með börnum og ungu fólki í vanda. Hervör Alma hefur kennt við Háskóla Íslands síðan 2008 og sinnt rannsókum, kennslu og þróunarstarfi á sviði félagsráðgjafar.
Hervör Alma ólst upp á Öndólfsstöðum í Reykjadal og er ein af sex börnum Þorgerðar K. Aðalsteinsdóttur og Árna G. Jónssonar. Maki hennar er Óskar Dýrmundur Ólafsson, þau eiga þrjú börn Hrund, Ívar og Dýrmund Helga.
Um verkefni:
Doktorsverkefni Hervarar Ölmu Árnadóttur fjallar um þátttöku barna og ungmenna í rannsóknum, með sérstaka áherslu á börn sem búa við félagslega erfiðar aðstæður og njóta stuðnings barnaverndar og velferðarþjónustu á Íslandi. Í doktorsverkefninu er fjallað um siðferðileg og aðferðafræðileg álitamál sem tengjast því að fá börn til þátttöku, hlutverk hliðvarða í að veita eða takmarka aðgang og hvernig fagfólk skilur jafnvægið milli verndar og þátttöku barna. Rannsóknin byggir á sjónarhorni gagnrýnnar hugsmíðahyggju og bernskufræða þar sem börn eru skilin sem virkir gerendur í mótun eigin lífs og félagslegs umhverfis. Doktorsverkefnið er byggt á fjórum fræðigreinum sem varpa ljósi á ólíka þætti þátttöku barna, aðgengi að þeim og skapandi rannsóknaraðferðir.
Hervör Alma útskrifaðist með BA próf í félagsfræði 1997, lauk prófi til starfsréttinda í félagsráðgjöf 1999 og meistaraprófi í félagsráðgjöf 2006. Hún hefur starfað víða innan félags – og heilbrigðiskerfis. Sem félagsráðgjafi starfaði hún meðal annars með börnum og ungu fólki í vanda. Hervör Alma hefur kennt við Háskóla Íslands síðan 2008 og sinnt rannsókum, kennslu og þróunarstarfi á sviði félagsráðgjafar. Hervör Alma ólst upp á Öndólfsstöðum í Reykjadal og er ein af sex börnum Þorgerðar K. Aðalsteinsdóttur og Árna G. Jónssonar. Maki hennar er Óskar Dýrmundur Ólafsson, þau eiga þrjú börn Hrund, Ívar og Dýrmund Helga.
