Doktorsvörn í Menntavísindum: Þorlákur Axel Jónsson

Aðalbygging
Hátíðarsalur
Þorlákur Axel Jónsson ver doktorsritgerð sína í menntavísindum við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands.
Vörnin fer fram þriðjudaginn 23. september kl. 13:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands og verður einnig í streymi hér
Heiti ritgerðar: Innritun nýnemahópa og námsframvinda í framhaldsskóla út frá efnislegri, félagslegri og menningarlegri stöðu nemenda á tímum semkeppnisprófa
Andmælendur: Dr. Gunnlaugur Magnússon, lektor við Uppsala Universitet og Dr. Þórólfur Þórlindsson Professor Emeritus við Háskóla Íslands.
Aðalleiðbeinandi: Dr. Amalía Björnsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og meðleiðbeinandi dr. Ólöf Garðarsdóttir, prófessor og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
Stjórnandi athafnar: Karen Rut Gísladóttir, forseti Deildar kennslu- og menntunarfræði
Um doktorsefnið:
Þorlákur Axel Jónsson hóf kennslu við Menntaskólann á Akureyri að loknu BA prófi við Háskóla Íslands 1987, lauk cand. mag. prófi við Kaupmannahafnarháskóla 1994, kenndi við MA í yfir 20 ár og hefur kennt við Háskólann á Akureyri í yfir áratug. Kennslugreinar hafa verið saga, félagsfræði og aðrar félagsgreinar í framhaldsskóla og námskeið í félagsgreinum, sögu og hagnýtingu tölfræðilegra aðferða við kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Um verkefnið:
Rannsakað var hver tengsl þjóðfélagsstöðu nýnema framhaldsskóla 2006 voru við fyrri námsárangur þeirra og hver námsframvindan var á framhaldsskólastigi næstu sex árin. Rannsóknarhefðum í félagsfræði menntunar um mikilvægi skólakerfis í endurnýjun félagslegra yfirráðatengsla og um hvernig félagslegar aðstæður móti athafnir fólks og samfélagið um leið var teflt saman. Gögn frá opinberum stofnunum um félagslegan bakgrunn nemenda, námsárangur og námslok á framhaldsskólastigi voru rannsökuð með tölfræðilegum aðferðum sem annars hafa sjaldan verði notaðar í íslenskum menntarannsóknum á borð við línulegar- og tvíkosta fjölstigagreiningar á mun milli skóla. Niðurstöðurnar voru að félagsleg aðgreining birtist við innritun í framhaldsskóla þar sem mikill munur var á þjóðfélagsstöðu nýnemahópa einstakra skóla. Námsárangur í grunnskóla hafði þó meiri tengsl við innritun í framhaldsskóla og skýrði líkur á námslokum á framhaldsskólastigi á meðan þjóðfélagsstaða hafði takmarkað skýringargildi fyrir líkur á námslokum.
Þorlákur Axel Jónsson hóf kennslu við Menntaskólann á Akureyri að loknu BA prófi við Háskóla Íslands 1987, lauk cand. mag. prófi við Kaupmannahafnarháskóla 1994, kenndi við MA í yfir 20 ár og hefur kennt við Háskólann á Akureyri í yfir áratug. Kennslugreinar hafa verið saga, félagsfræði og aðrar félagsgreinar í framhaldsskóla og námskeið í félagsgreinum, sögu og hagnýtingu tölfræðilegra aðferða við kennaradeild Háskólans á Akureyri.
