Doktorsvörn í heilbrigðisvísindum - Andrea Rakel Sigurðardóttir

Aðalbygging
Hátíðasalur
Miðvikudaginn 10. september 2025 ver Andrea Rakel Sigurðardóttir doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Sjálfvirkar fjöllitrófs- og myndgreiningar til gæðaeftirlits á sjávarfangi. Automatic multispectral and imaging methods for quality monitoring of seafood.
Andmælendur eru dr. Frosti Pálsson, vísindamaður hjá deCode Genetics, og dr. Silje Ottestad, sérfræðingur hjá Maritech í Noregi.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var María Guðjónsdóttir, prófessor. Auk hennar sátu í doktorsnefnd Hafsteinn Einarsson, dósent, Hildur Inga Sveinsdóttir, lektor og verkefnastjóri hjá Matís, og Nette Schultz, Ph.D, Chief Innovation Officer (CINO) hjá Videometer A/S í Danmörku.
Ólafur Ögmundarson, dósent og deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.
Ágrip
Sjálfbær nýting sjávarauðlinda er forsenda þess að tryggja framboð á sjávarafurðum til lengri tíma og til að vernda vistkerfi hafsins. Á sama tíma er gæða- og öryggiseftirlit í gegnum alla virðiskeðjuna flókið verkefni, þar sem sjávarafurðir eru viðkvæmar, líffræðilegur fjölbreytileiki mikill og þær eru næmar fyrir umhverfisáhrifum og meðhöndlun. Hefðbundnar aðferðir eins og skynmat, sjónrænt mat og efnagreiningar eru vel þekktar og gagnlegar en þær eru oft tímafrekar, eyðileggja sýnin eða byggja á huglægu mati.
Auknar kröfur um rekjanleika, gagnsæi, gæði afurða og skilvirkari vinnslu kalla á nýjar lausnir sem eru hlutlægar, hraðvirkar og valda ekki skemmdum á sýnum.
Í þessu verkefni var skoðaður möguleikinn á nýtingu myndgreiningartækni, einkum fjöllitrófsmyndgreiningar, í samspili við efnatölfræði, vélrænt nám og djúptauganet, til að sjálfvirknivæða gæða- og eftirlitsverkefni innan sjávarútvegarins. Verkefnið samanstendur af fjórum vísindagreinum sem fjalla um mismunandi notkunarmöguleika þessara tæknilausna: aldursgreining fiskikvarna, hringormagreiningu í hvítfiski, ferskleikamat á heilum þorski, og gæðamat á brúnþörungum.
Niðurstöðurnar sýna að samþætting myndgreiningar og gagnadrifinna líkana býður upp á möguleika til sjálfvirknivæðingar og til að bæta gæða- og eftirlitsferla í sjávarútvegi. Það er ljóst að tæknin býður upp á mikla möguleika til frekari notkunar víðs vegar um virðiskeðju sjávarafurða og opnar þannig tækifæri til frekari rannsókna og þróunar.
Abstract
Sustainable management of marine resources is essential to ensure long-term seafood availability and protect ocean ecosystems. At the same time, monitoring quality and safety throughout the seafood value chain remains challenging, as seafood is highly perishable, biologically diverse, and sensitive to environmental and handling conditions. Traditional methods, such as sensory evaluation, visual inspection, and laboratory analysis, are effective and well established but can be time-consuming, destructive, or subjective.
As demands for traceability, transparency, product quality, and process efficiency grow, there is a clear need for objective, rapid, and non-destructive techniques.
This thesis investigated the potential of imaging technologies, particularly multispectral imaging (MSI), combined with chemometrics, machine learning, and deep learning, to automate quality assessment and monitoring tasks in the seafood industry. The work comprises four scientific papers addressing different applications: age determination of fish otoliths, nematode detection in whitefish fillets, freshness assessment of whole cod, and quality evaluation of brown seaweed.
Overall, the findings demonstrate that combining imaging with data-driven modelling can automate diverse quality and resource monitoring tasks in the seafood industry, with strong potential for wider application and opportunities for further research and technological development.
Um doktorsefni
Andrea Rakel Sigurðardóttir er fædd árið 1992 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Kvennaskólanum árið 2011. Árið 2017 hóf hún nám við Háskóla Íslands og útskrifaðist með B.Sc.próf í hugbúnaðarverkfræði árið 2020 og M.Sc.próf í reikniverkfræði árið 2022. Seinna sama ár hóf hún nám við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands í þverfaglegu doktorsnámi. Samhliða því sinnti Andrea kennslu og leiðsögn nemenda við bæði Tölvunarfræðideild og Matvæla- og næringarfræðideild. Foreldrar Andreu eru Sigurður Ingvar Hjaltason og Magnea Helga Magnúsdóttir. Andrea er í sambandi með Hlyni Davíð Löve og á tvö börn, Ými Frosta (9 ára) og Emblu Sól (5 ára).
Andrea Rakel Sigurðardóttir ver doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands miðvikudaginn 10. september 2025.
