
Nemendur í STEM-greinum eru með fjölbreyttan bakgrunn og fást við mörg spennandi verkefni. Menntun í STEM-greinum undirbýr nemendur fyrir gríðarlega fjölbreyttan vinnumarkað framtíðarinnar.
Rósa Elísabet Markúsdóttir
"STEM þekking er frábær verkfærakista sem hægt er að beita á næstum öll úrlausnarefni”
Rósa Elísabet Markúsdóttir
Nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði
Rósa Elísabet Markúsdóttir er fædd árið 2002 og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2021. Haustið 2022 hóf hún nám í rafmagns- og tölvuverkfræði og vorið 2024 lagði hún land undir föt og hóf skiptinám við University of New South Wales í Ástralíu. Skólaárið 2024-2025 var Rósa meðstjórnandi í stjórn VIR, nemendafélags rafmagns og tölvuverkfræðinema við HÍ, og kom meðal annars að skipulagningu árshátíðar Félags Verkfræðinema. Í sumar ætlar Rósa að vinna að spennandi rannsóknarverkefni áður en hún heldur til Bandaríkjanna í framhaldsnám (MS/PhD) í rafmagns- og töluverkfræði við California Institute of Technology. Í náminu hyggst Rósa einbeita sér að heilanum og hvers konar taugavirkni.
Viðtal: Tækifærin í STEM greinum - Rósa Elísabet Markúsdóttir
Andreas Guðmundsson Gaehwiller
"Menntun í STEM gerði mér kleift að leiða verkefni við Evrópsku geimferðastofnunina”
Andreas Guðmundsson Gaehwiller
Nemi í líffræði
Andreas er fæddur árið 2001. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2020 og innritaðist sama ár í BS nám í líffræði. Hann stundar um þessar mundir meistaranám í líffræði. Andreas er öflugur vísindamiðlari og hefur tekið þátt í að miðla þekkingu sinni á lífríkinu til almennings, til dæmis á Vísindavöku Rannís og með heimsóknum í menntaskóla. Í námi sínu vinnur hann við rannsóknir á maurum í þéttbýli og á jarðhitasvæðum víða um land ásamt Arnari Pálssyni og Marco Mancini. Frá því að verkefnið hófst hafa fundist rúmar 25 mismunandi tegundir maura á Íslandi. Þessa dagana leiðir Andreas verkefni við Evrópsku geimferðastofnunina þar sem hann rannsakar hvort hægt sé að bæta vöxt plantna í tunglumhverfi með sambýlissveppum, en á sumrin vinnur hann einnig á skipum National Geographic.
Viðtal: Tækifærin í STEM greinum - Andreas Guðmundsson Gaehwiller
Saeeda Shafaee

"Mikilvægt er að stelpur og stálp séu kynnt fyrir STEM frá unga aldri”
Saeeda Shafaee
Nemi í tölvunarfræði
Saeeda er fædd árið 2000. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2019 og hóf svo nám í líftæknifræði við Háskóla Íslands sama ár. Árið 2022 skipti hún yfir í tölvunarfræði og hyggst útskrifast í júní 2025. Saeeda er forseti Ada, hagsmunafélags kvenna og kynsegin einstaklinga í upplýsingatækni við HÍ, en félagið heldur úti mikilli fræðslu og viðburðum. Eitt af verkefnum Ada er frumkvöðlaverkefnið Stelpur forrita, vinnustofa fyrir konur og kvára sem stefna á nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði. Saeeda starfar um þessar mundir sem forritari hjá Tegra. Hún hyggst einnig taka áframhaldandi þátt í verkefnum sem stuðla að fjölbreytileika á sviðinu.
Viðtal: Stelpur og STEM - Saeeda Shafaee
Ester Lind Eddudóttir

"Nám í STEM gefur þér endalausa möguleika á að rannsaka nýja hluti”
Ester Lind Eddudóttir
Nemi í lífefna- og sameindalíffræði
Ester er fædd árið 2003. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2022 og innritaðist sama ár í BS nám í lífefna- og sameindalíffræði. Námið hefur opnað henni fjölmargar spennandi dyr en hún hefur fengið tækifæri til að taka þátt í rannsóknarverkefnum sem snúa að fjölbreytileika örvera á jarðhitasvæðum Íslands auk þess sem hún hefur rannsakað áhrif Hedgehog boðferlisins á brjóskmyndandi frumur. Samhliða náminu hefur Ester tekið virkan þátt í félagslífi skólans og var til að mynda varaforseti Hvata, nemendafélags lífefna- og sameindalíffræðinema. Að útskrift lokinni stefnir Ester á nám í líf- og læknavísindum með sérstaka áherslu á veirufræði og rannsóknir á sjúkdómum.
Viðtal: Tækifærin í STEM greinum - Ester Lind Eddudóttir


