Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna

Askja
N-132
Málþingið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna verður haldið þann 13. maí í stofu N-132 í Öskju, Háskóla Íslands, í samstarfi Menntavísindasviðs HÍ og Aldins, samtaka eldri borgara gegn loftslagsvá.
Meginmarkmið málþingsins er að varpa ljósi á tengsl hollra skólamáltíða, umhverfis og líðan barna í námi og starfi.
Dagskrá:
13:00 Laufey Steingrímsdóttir, félagi í Aldin. Setning og kynning á starfsemi Aldins
13:15 Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og Uppsala Háskóla: Matmálstíminn sem tækifæri til miðlunar - hlutverk skólans í mótun fæðuvals til framtíðar
13:30 Guðni Kristmundsson, matreiðslumeistari og matráður í Hlíðaskóla: Starfið mitt í Hlíðaskóla
13:45 Hildur Jóhannesdóttir, fyrrverandi skólastjóri: Hollur matur í boði, hvað velja börnin?
14:00 Dagur B. Eggertsson, alþingismaður: Gjaldfrjálsar skólamáltíðir
14:15 Fulltrúi Alþjóðlega Skólamálatíðabandalagsins ávarpar málþingið með fjarbúnaði.
14:30 Hlé
15:00 Paivo Palojoki prófessor í uppeldis- og heimilisfræði Helsinki Háskóla: Gildi skólamáltíða - hagnýt ráð byggð á 80 ára reynslu og rannsóknum í Finnlandi.
15:50 Pallborð. Paivo Palojoki; Böðvar S. Björnsson, matreiðslumeistari og matráður í Varmárskóla; Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla; Jón Axelsson, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Skólamat.
16:30 Slit
Málþingið er öllum opið og verður einnig í streymi.
Finnski prófessorinn Päivi Palojoki verður aðalfyrirlesari á málþinginu. Palojoki hefur um árabil leitt rannsóknir við Uppeldis- og menntavísindasvið Háskólans í Helsinki um tengsl heimilisfræðikennslu, náms og menningar. Erindi sitt kallar hún Gildi skólamáltíða - hagnýt ráð byggð á 80 ára reynslu og rannsóknum í Finnlandi.
Erindi Palojoki er fimmta erindi fyrirlestraraðar Menntavísindasviðs HÍ og ber heitið: Menntakerfi á tímamótum – alþjóðlegar áskoranir og tækifæri. Þar sem leiðandi alþjóðlegir sérfræðingar stíga á stokk og deila reynslu annarra þjóða.
Að mati Palojakis er hagnýt þekking heimilisfræðikennara undirstaða þess að ná árangri í kennslu. Sjálf er prófessor Palojoki með Msc gráðu í heimilisfræðikennslu og PhD í uppeldis- og kennslufræðum
Aðrir fyrirlesarar á málþinginu verða Dagur B. Eggertsson, fyrrv. borgarstjóri og núverandi þingmaður fjallar mun um mikilvægi gjaldfrjálsra skólamáltíða og jöfn tækifæri til náms, Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor við Menntavísindasvið HÍ og Uppsalaháskóla, Hildur Jóhannesdóttir fyrrverandi skólastjóri í Dalskóla og Guðni Kristmannsson matráður í Hlíðaskóla. Laufey Steingrímsdóttir prófessor emeritus kynnir starfsemi Aldins og fulltrúi Alþjóðlega Skólamálatíðabandalagsins ávarpar málþingið.
Í pallborðsumræðum verða m.a. fulltrúi frá Heimili og skóla og sænski prófessorinn Anna Karin Lindroos sem hefur rannsakað næringu skólabarna og gildi skólamáltíða í Svíþjóð. Fengur er að því fyrir íslenskt skólafólk að fá sjónarhorn og þekkingu frá færustu sérfræðingum Finna og Svía á gildi gjaldfrjálsra skólamáltíða, þeim þjóðum sem búa að lengstu og bestu reynslu af þeirri þjónustu.
Fundarstjórar verða Laufey Steingrímsdóttir frá Aldin og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ.
Málþingið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna verður haldið þann 13. maí í stofu N-132 í Öskju, Háskóla Íslands, í samstarfi Menntavísindasviðs HÍ og Aldins, samtaka eldri borgara gegn loftslagsvá. Finnski prófessorinn Päivi Palojoki verður aðalfyrirlesari á málþinginu. Palojoki hefur um árabil leitt rannsóknir við Uppeldis- og menntavísindasvið Háskólans í Helsinki um tengsl heimilisfræðikennslu, náms og menningar. Erindi sitt kallar hún Gildi skólamáltíða - hagnýt ráð byggð á 80 ára reynslu og rannsóknum í Finnlandi.
