Háskólahlaupið 2025

Aðalbygging
Hlaupið er ræst í skeifunni við Aðalbyggingu
Háskólahlaupið 2025 fer fram miðvikudaginn 2. apríl kl. 15. Hlaupið er opið bæði starfsmönnum og stúdentum og hægt er að velja á milli tveggja vegalengda, 3 km og 7 km.
Þriggja kílómetra hlaupaleiðin liggur m.a. með fram Suðurgötu, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri.
Boðið verður upp á nýja sjö kílómetra hlaupaleið í ár. Hún liggur með fram Suðurgötu, út á Ægisíðu og til baka með fram sjónum og umhverfis Skerjafjörð, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri.
Hlaupið er ræst í skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu HÍ.
Skráningargjaldið er 3.500 kr. en þátttakendur fá bol merktan Háskólahlaupinu auk þess sem boðið er upp á tímatöku.
Skráning hefur verið opnuð en henni lýkur 2. apríl kl. 13.
Háskólahlaupið 2025 fer fram miðvikudaginn 2. apríl kl. 15. Hlaupið er opið bæði starfsmönnum og stúdentum og hægt er að velja á milli tveggja vegalengda, 3 km og 7 km.
