Skip to main content

Markaðsfræði - Lokapróf á meistarastigi

Markaðsfræði - Lokapróf á meistarastigi

Félagsvísindasvið

Markaðsfræði

Lokapróf á meistarastigi – 60 einingar

Í meistaranámi í markaðsfræði er lögð áhersla á að byggja upp trausta fræðilega þekkingu á sviðinu og færni í að beita henni í raunverulegum aðstæðum.

Gert er ráð fyrir að nemendur öðlist góðan skilning og tileinki sér færni, bæði við rannsóknir og hagnýtingu á fræðunum á sviði markaðsfræði.

Skipulag náms

X

Markaðsáherslur og árangur (VIÐ185F)

Áhersla er á markaðsfræði sem vísindagrein og hvernig nýta má þekkingu við að ná árangri í markaðsfærslu á vöru og/eða þjónustu sem og í starfsemi skipulagsheilda sem ekki hafa hagnað að megin markmiðið. Verkefni námskeiðsins miða að því að efla hagnýta þekkingu nemenda þar sem leitast verður við að tengja kenningar við markaðssetningu og ákvörðunartöku á fyrirtækja- og neytendamarkaði.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Katla Hrund Karlsdóttir
Katla Hrund Karlsdóttir
MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum

Ég kláraði BS gráðu í sálfræði frá HÍ árið 2016. Mig langaði að nota þann grunn sem ég hafði í bland við markaðsfræði og fannst því tilvalið að taka meistaranám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Háskóli Íslands varð aftur fyrir valinu, vegna þess að einstaklingar í mínu nærumhverfi voru flestir í þeim skóla og ég hafði góða reynslu af honum. Mér fannst mikill kostur við námið að fá reglulegar heimsóknir frá stjórnendum fyrirtækja og fá innsýn í hvernig hægt væri að nýta fræðin í ólíku vinnuumhverfi. Í náminu fékk ég góðan fræðilegan grunn sem nýtist vel í starfi mínu sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofu. Starfið er mjög fjölbreytt en þar má helst nefna stefnumótun, markaðsráðgjöf og útfærslu á heildrænum, samhæfðum markaðsherferðum. Eftir námið er ég öruggari og betur í stakk búin til að takast á við fjölbreytt krefjandi verkefni, halda fyrirlestra og margt fleira.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.