Skip to main content

Íslenskustoð - Grunndiplóma

Íslenskustoð - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Íslenskustoð

Grunndiplóma – 60 einingar

Námsleiðin er hugsuð fyrir fólk sem vill ná góðri færni í íslensku. Gert er ráð fyrir að nemendur ljúki náminu á tveimur árum. Þannig er mögulegt að taka stök námskeið í öðru háskólanámi samhliða íslenskunni, eða stunda námið með vinnu. Boðið er upp á tvö kjörsvið. Annað kjörsviðið er ætlað fólki sem vill sérhæfa sig í menntavísindum eða starfar nú þegar í skólum eða frístundastarfi. Hitt kjörsviðið er ætlað fólki sem ýmist hyggur á nám á íslensku í háskóla eða vill styrkja stöðu sína í íslensku samfélagi.

Umsóknarfrestur er til 20. maí fyrir umsækjendur sem eru búsettir á Íslandi og hafa íslenska kennitölu.

Skipulag náms

X

Tal og hlustun I (ÍSE054G)

Í þessu námskeiði er áhersla lögð á hlustun, framburð og talþjálfun. Fjallað er um helstu hljóðfræðiatriði í íslensku máli og setningaáherslur. Skilningur á mæltu máli er þjálfaður með hlustunar- og samtalsæfingum. Nemendur fá þjálfun í að ræða um daglegt líf sitt og að flytja stuttar framsögur um kunnugleg efni. Námskeiðið er kennt samhliða námskeiðinu Lestur og málnotkun I og unnið verður með efni og orðaforða úr því námskeiði. Krafist er virkrar þátttöku og undirbúnings fyrir tímana.  

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Tal og hlustun I (ÍSE054G)

Í þessu námskeiði er áhersla lögð á hlustun, framburð og talþjálfun. Fjallað er um helstu hljóðfræðiatriði í íslensku máli og setningaáherslur. Skilningur á mæltu máli er þjálfaður með hlustunar- og samtalsæfingum. Nemendur fá þjálfun í að ræða um daglegt líf sitt og að flytja stuttar framsögur um kunnugleg efni. Námskeiðið er kennt samhliða námskeiðinu Lestur og málnotkun I og unnið verður með efni og orðaforða úr því námskeiði. Krafist er virkrar þátttöku og undirbúnings fyrir tímana.  

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.