Skip to main content

Tækjakaupasjóður / Equipment Fund

Tilgangur Tækjakaupasjóðs Háskóla Íslands er að efla rannsóknir og kennslu við háskólann.

Tækjakaupasjóður styrkir kaup á sérhæfðum tækjum til kennslu og rannsókna á fræðasviðum Háskólans. Styrkhæfir eru akademískir starfsmenn sem ráðnir hafa verið á grundvelli hæfnisdóms (lektorar, dósentar, prófessorar, sérfræðingar, fræðimenn og vísindamenn). Tækjakaupafé er úthlutað af tækjakaupanefnd á grundvelli umsókna frá kennurum og sérfræðingum, sem forgangsraðað er af fræðasviðum. Næsti umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2025 kl. 17:00 og stefnt er að úthlutun í febrúar 2026.

The Equipment Fund supports purchase of equipment for teaching and research at the schools of the University of Iceland. Eligible are academic staff who have been hired on the basis of a qualifications assessment (assistant professor, associate professor, full professors, research specialist, research scholar and research scientist). Grants are awarded by the Equipment Fund Board after pre-evaluation in the academic schools. Final subission date for applicationas is November 20th 2025 at 17:00 and grant decision is expected in February 2026.

 
Afgreiðsla styrkja:
Skv. ákvörðun háskólaráðs eru tæki sem keypt eru fyrir styrk úr sjóðnum eign Háskóla Íslands. Fáist styrkur úr Tækjakaupasjóði er stofnað sérstakt verkefnisnúmer í bókhaldi Háskólans um styrkinn og er það tilgreint í úthlutunarbréfi. Hafa skal samráð við innkaupastjóra og fá samþykki hans fyrir pöntuninni. Veitta styrki verður að leysa út innan 12 mánaða frá úthlutun. Annars falla þeir niður. Möguleiki er að fá framlengingu í eitt ár í viðbót ef viðunandi rökstuðningur fylgir beiðni að mati stjórnar. Að öðrum kosti fellur styrkur niður.

Equipment purchased for grant money is the property of the University of Iceland. Successful grants get their own project number which will be indicated in the grant letter. All purchase are handled by the UI Purchasing Manager. Grantees have 12 months to finish the purchase otherwise the grant will be recalled. It is possible to obtain an extension for one additional year if satisfactory justification accompanies the request, as determined by the board.
 
Nánari upplýsingar hjá Vísinda- og nýsköpunarsviði