Skip to main content

Kennsludagar 2025

Kennsludagar 2025 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. mars 2025 8:00 til 21. mars 2025 13:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kennsluakademía opinberu háskólanna í samstarfi við Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri halda Kennsludaga vikuna 17.-21. mars næstkomandi. Markmiðið er að efla samtal um mikilvægi kennslu og kennsluþróunar á háskólastigi. Þema vikunnar er sjálfbærni og kennsluauður háskóla.

Fjölbreyttir viðburðir verða í boði á borð við vinnustofur, fyrirlestra, kennsluheimsóknir og samstarf við Stúdentaráð.

Nánar um viðburði:

Mánudagurinn 17. mars

Pallborð rektorsefna
Litla-Torg kl. 14:00-15:15

Kennsluakademían býður til pallborðs um kennsluauð háskólans með frambjóðendum til rektors Háskóla Íslands. Á ensku.

Skráning á viðburðinn

Þriðjudagurinn 18. mars

Hvað segja nemendur?
Háskólatorg kl. 12:00-13:00
Kennslumálanefnd Stúdentaráðs býður til spjalls á Háskólatorgi í hádeginu. Hér gefst nemendum og kennurum tækifæri til að hittast óformlega og ræða um hvað einkennir góða og innihaldsríka kennsluhætti. Engin skráning, bara mæta og spjalla við nemendur.

Að huga að eigin kennsluþróun í akademísku starfi
Setberg - hús kennslunnar. Suðurberg, 3ja hæð kl. 15:00-16:30
Viðburðurinn er í Setbergi og þeir sem ætla að mæta á stað eru beðnir um að skrá sig. Einnig verður hægt að fylgjast með á Teams. Vinnustofa í umsjón Kennsluþróunarstjóra og Kennslumiðstöðvar HÍ

Ertu að velta fyrir þér þínu hlutverki sem háskólakennari? Langar þig til að skoða hvernig hægt er að þróast í starfi? Þarftu að geta gert grein fyrir viðhorfum þínum og framlagi í kennslu vegna framgangs eða umsókna í sjóði eða akademíur?

Í þessari gagnvirku vinnustofu munu þátttakendur kljást við spurningar eins og þessar:

  • Hvernig sé ég hlutverk mitt sem háskólakennari?
  • Hvaða augum lít ég á mína kennslu?
  • Hvernig get ég stuðlað að eigin kennsluþróun?
  • Hvaða bjargir bjóðast mér í minni starfsþróun?

Fimmtudagurinn 20. mars

Komdu og lærðu kennsluaðferð
Setberg - hús kennslunnar. Suðurberg, 3ja hæð kl. 12:00-13:00
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands býður kennurum til hádegisviðburðarins „Komdu og lærðu kennsluaðferð“. Við ætlum að nota saman hádegið til að prófa nokkrar kennsluaðferðir á eigin skinni. Að þessu sinni eru það aðferðir sem leiða til samvinnu nemenda. Heitt á könnunni en takið með ykkur nesti. Umsjón: Guðrún Geirsdóttir, fagstjóri Kennslumiðstöðvar.

Skráning á viðburðinn.

Föstudagurinn 21. mars

Hvers vegna er ég að kenna?
Stapi-húsnæði v/Hringbraut. Stofa 210 kl. 10:00-11:00
Ásta Bryndís Schram dósent og kennsluþróunarstjóri Heilbrigðisvísindasviðs kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar um áhugahvöt kennara. Hún varpar ljósi á það sem knýr kennara til kennslu, hvað eflir þeirra sjálfsmynd og hvað býr til samsömun með kennarastéttinni. Viðburðurinn er í Stapa 210 og þeir sem ætla að mæta á stað eru beðnir um að skrá sig. Einnig verður hægt að fylgjast með á Teams

Skrif raundæma
Oddi - stofa 106 kl. 10:30-11:15.
Reynsla kennara af skrifum raundæma – Háskólaútgáfan og útgáfa raundæma.
Niðurstöður verkefnis styrkt af Kennslumálasjóði er kynnt. Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor í Viðskiptafræðideild og Jordan Mitchell leiðbeinandi og atvinnumaður í skrifum raundæma (e.case writer) kynna árangur af því verkefni þegar kennarar tókust á við fyrstu skrif raundæma. Þá munu kennararnir sjálfir halda stuttar framsögur um sína reynslu. Viðburðurinn hefst á léttum veitingum kl. 10.30 og lýkur kl. 11.20.

Skráning á viðburðinn

Kennsluheimsóknir - Þvert á vikuna:
Kíktu í kennslustund!
Viðburður alla vikuna - skráning á viðburði hjá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri.

Það getur verið býsna fróðlegt að líta inn í kennslu til samstarfskennara og fá nýjar hugmyndir um kennsluhætti. Á Kennsludögum gefst kennurum kostur á að fara í heimsókn í tíma til samkennara sinna og í kjölfarið taka þátt í samtali um kennslu og kennsluþróun.

Háskólinn á Akureyri býður einnig upp á kennsluheimsóknir alla vikuna en skólinn hefur kappkostað að vera leiðandi er kemur að sveigjanlegu námi og hefur fjárfest í fjarkennsluvélmenni eða „róbót“. Hér gefst afar spennandi og áhugavert tækifæri til að kíkja í kennslustofu hjá þeim í gegnum fjarkennsluvélmennið (róbótinn).

Skoða yfirlit yfir kennsluheimsóknir í boði hjá Háskóla Íslands og skrá sig í heimsókn. Þeir sem eru utan Háskóla Íslands þurfa að skoða yfirlit yfir heimsóknir á: kennsluakademía.hi.is og skrá sig í gegnum netfang akademíunnar: kennsluakademia@hi.is

Skoða yfirlit yfir kennsluheimsóknir í boði hjá Háskólanum á Akureyri og skrá sig í heimsókn.

Kennsluakademía opinberu háskólanna stendur fyrir Kennsludögum vikuna 17.-21. mars í samstarfi við Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

Kennsludagar 2025