Skip to main content

Doktorsvörn í Unhverfisfræði - Johanna Raudsepp

Doktorsvörn í Unhverfisfræði - Johanna Raudsepp - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. desember 2024 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsefni:
Johanna Raudsepp

Heiti ritgerðar:
Það sem hreyfir við okkur: tengsl milli hreyfanleika í borgarumhverfi, kolefnisspora frá ferðalögum og vellíðunar

Andmælendur:
Dr. Camille Perchoux, rannsóknaraðili, Lúxemborg Institute of Socio-Economic Research (LISER), Lúxemborg
Dr. Kees Maat, dósent við byggingarverkfræði- og jarðvísindadeild, Tækniháskólans í Delft, Hollandi

Leiðbeinandi:
Dr. Jukka Heinonen, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Áróra Árnadóttir, aðjúnkt við Uhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands
Dr. Michał Czepkiewicz, lektor við Centre for European Regional and Local Studies (EUROREG), Háskólinn í Varsjá, Póllandi
Dr. Kamyar Hasanzadeh, lektor við jarðvísinda- og landfræðideild Háskólans í Helsinki, Finnlandi

Doktorsvörn stýrir:
Dr. Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor og deildarforseti Umhverfis- og byggingaverkfræðideildar Háskóla Íslands

Ágrip:
Ritgerðin kannar tengsl borgarumhverfis, ferðahegðunar og vellíðunar með blandaðri aðferð og einblínir á Norðurlöndin. Þrátt fyrir að vera oft hyllt sem leiðtogar í loftslagsmálum hafa Norðurlöndin ferðafótspor sem fara yfir þau viðmiðunarmörk sem þörf er á til að haldast undir 1,5 gráðu hlýnun. Samt sem áður tilheyra margir þeirra sem eru undir viðmiðunarmörkum lægri félags- og efnahagshópum. Stór hluti ferðafótsporanna stafar af frístundaferðum út úr borgarumhverfinu og eru að hluta til knúin áfram af of litlum loftslagsáhyggjum. Ritgerðin einblínir svo nánar á Reykjavík með tilviksrannsókn. Reykvíkingar segjast ferðast úr borginni sér til velferðar og að tenging við víðara borgarumhverfi geti verið hvati fyrir ferðalöngunum.

Athafnasvæði eru notuð til að kanna þessa vísbendingu. Fylgni er að finna á milli mikils hreyfanleika í þéttbýli og þess að taka meiri þátt í frístundaferðum innanlands. Jafnframt eru vísbendingar um skort á virkum almennings- og samgöngukerfum í Reykjavík. Útsetning fyrir grænum og gráum svæðum í daglegum ferðalögum innan borgarinnar út fyrir sitt nærumhverfi gæti haft áhrif á almenna lífsánægju, þó að undirliggjandi félagslegur og efnahagslegur bakgrunnur skipti þar meira máli. Samband við græn og grá svæði skýrir hluta af losun frá frístundaferðum, en persónulegir viðhorfsþættir eru mikilvægari. Í ritgerðinni er lögð áhersla á mikilvægi borgarskipulags sem er hannað fyrir fólk og hefur velferð og þarfir íbúa í huga. Í ritgerðinni er einnig lögð áhersla á nauðsyn þess að draga hratt úr losun tengdri ferðalögum í ríkum löndum og á sama tíma að tryggja að félags- og efnahagslega verr settir einstaklingar verði ekki skildir eftir í umskiptum í átt að sjálfbærni. 

Um doktorsefnið:
Johanna Raudsepp fæddist árið 1995 í Tartu í Eistlandi þar sem hún lauk International Baccalaureate Diploma Program við Miina Härma menntaskólann. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í hagfræði og viðskiptafræði með áherslu á markaðs- og viðskiptastjórnun árið 2018 frá Háskólanum í Tartu og MSc í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands árið 2020. Haustið 2021 hóf hún doktorsnám í umhverfisfræðum við sama skóla þar sem hún er einnig stjórnarmaður og gjaldkeri FEDON (Félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands). Samhliða námi (2016- 2022) hefur Johanna starfað sem markaðs- og samskiptasérfræðingur hjá Positium, eistnesku fyrirtæki sem veitir tölfræðilega innsýn úr staðsetningargögnum farsíma. Auk þess hefur hún tekið þátt í GLOBE í Eistlandi, alþjóðlegri stofnun sem heldur vísindanámskeið fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur, verið stjórnarmaður í sjálfseignarstofnuninni GLOBE Eesti síðan 2016 og starfað sem staðgengill landssamhæfingaraðila (2022- 2024), og starfað sem sjálfstætt starfandi blaðamaður og markaðssérfræðingur í ýmsum verkefnum.

 

Doktorsefnið Johanna Raudsepp

Doktorsvörn í Unhverfisfræði - Johanna Raudsepp