Skip to main content

Doktorsvörn í líffræði - Marion Dellinger

Doktorsvörn í líffræði - Marion Dellinger - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. nóvember 2024 9:00 til 11:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsefni:
Marion Dellinger

Heiti ritgerðar:
Vist- og þróunarfræðileg ferli í mótun persónuleika og rýmisskynjunar bleikjuafbrigða

Andmælendur:
Dr. Christophe Pampoulie, rannsóknarstjóri hjá Hafrannsóknastofnun Íslands.
Dr. Jolle W. Jolles, rannsóknasérfræðingur (Investigador Cientifico) við El Centro de Estudios Avanzados de Blanes (CEAB), Spáni.

Leiðbeinandi:
Dr. David Benhaïm, prófessor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum.

Umsjónarkennari:
Dr. Zophonías O. Jónsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Camille A. Leblanc, prófessor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum.
Dr. Alison M. Bell, prófessor við University of Illinois at Urbana-Champaign, Bandaríkjunum.
Dr. Culum Brown, prófessor við School of Natural Sciences, Macquarie University, Ástralíu

Stjórnandi varnar:
Dr. Snæbjörn Pálsson, prófessor og deildarforseti Líf-og umhverfisvísindadeildar HÍ 

Ágrip:
Atferli er einstaklega sveigjanlegur og margbreytilegur eiginleiki. Þrátt fyrir þennan margbreytileika er augljóst að einstaklingar innan hópa sýna ólík en mótuð hegðunarmynstur, þótt lítið sé vitað um þau ferli sem valda og viðhalda þessum mun milli einstaklinga í náttúrunni. Þessi doktorsritgerð fjallar um þá umhverfis- og þróunarferla, og þau þroskunarskilyrði sem móta tvo meginþætti hegðunar: persónuleika og rýmisskynjun.

Til að rannsaka þessa þætti notaðist ég við bleikjuseiði (Salvelinus alpinus) af fimm ólíkum afbrigðum, þar með talin tvö pör afbrigða úr sama vatni sem eiga sér sameiginlegan uppruna en hafa aðskilst erfðafræðilega, í svip- og vistgerð. Fyrst voru persónuleikaeinkenni einstaklinga úr hinum ólíku stofnum borin saman og einnig þroskunarfræðilegan sveigjanleiki þeirra sem viðbrögð hvernig fæða var staðsett.

Næst bar ég saman persónuleikaeinkenni þeirra, rýmisgreind, skynjunar-persónuleika-svipgerð, undirliggjandi taugalífeðlisfræðilega ferla, og sveigjanleika í svipgerð sem svar við margbreytileika umhverfis.

Niðurstöðurnar sýna að persónuleiki og rúmskynjun eru undir sterkum áhrifum erfða, en hafa lítinn þroskunarfræðilegan sveigjanleika. Þær leiða einnig í ljós tilvist heilkennis þessara tveggja þátta, og að gen tengd dópamínörvuðum taugaferlum og minnisbælingu gegna sérlega mikilvægu hlutverki hvað þetta varðar. Niðurstöðurnar styðja líkan þar sem allir þessir eiginleikar þroskast og þróast óháð hver öðrum, háð því hvers hvert vistkerfi krefst. Í ritgerðinni eru ályktanir um samþróun persónuleika og skynjunar settar fram og rökstuddar. Niðurstöðurnar leggja grunn að og sýna fram á mikilvægi frekari rannsókna á sviðinu.

Um doktorsefnið:
Marion Dellinger fæddist árið 1994 og ólst upp í Frakklandi. Hún heillaðist af líffræði sem barn og 15 ára gömul áttaði hún sig á því að hún vildi stunda rannsóknir.

Hún lauk prófi frá dýralæknaskólanum í Nantes árið 2007. Marion lauk einnig tvöfaldri meistaragráðu í atferlisfræði og þróunarvistfræði við Háskólann í Rennes árið 2019. Marion hóf doktorsnám við HÍ árið 2019.

Doktorsefnið Marion Dellinger

Doktorsvörn í líffræði - Marion Dellinger