Vatnalögin 100 ára og útgáfa Eignaréttar III
Aðalbygging
Hátíðasalur
VATNALÖGIN 100 ÁRA OG ÚTGÁFA EIGNARÉTTAR III
Ráðstefna á 50 ára afmælisári Lagastofnunar Háskóla Íslands: Eignaréttur III (Nýting auðlinda og fleiri réttarreglur tengdar fasteignum), sem er þriðja bindi heildarverks þeirra Þorgeirs Örlygssonar, Karls Axelssonar og Víðis Smára Petersen um íslenskan eignarrétt, er komið út. Megin viðfangsefni ritsins er auðlindir og auðlindanýting, þ.m.t. vatnsnýting.
Ritið kemur út á 100 ára afmælisári vatnalaga nr. 15/1923, sem tóku gildi 1. janúar 1924. Um er að ræða eina merkustu lagasmíð í sögu þjóðarinnar, sem um leið markar ákveðið upphaf vitundar um sameiginlegar auðlindir okkar, nýtingu þeirra og vernd.
Til að fagna þessum tvíþættu tímamótum boðar Lagastofnun Háskóla Íslands til málþingsins „Vatnalögin 100 ára og útgáfa Eignaréttar III“ sem haldið verður í Hátíðasal Háskóla Íslands miðvikudaginn 13. nóvember 2024 kl. 16.30-18:00. Málþingið er hluti af viðburðum á afmælisári Lagastofnunar, sem fagnar nú 50 ára afmæli.
Stjórn málþingsins verður í höndum Kristínar Benediktsdóttur, umboðsmanns Alþingis og fráfarandi formanns Lagastofnunar.
Dagskráin verður með eftirfarandi hætti:
- Ávarp Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra.
- „Vatnið og orkan“ – Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
- „Sögudrög vatnalaga“ – Víðir Smári Petersen, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.
- „Réttarpólitík vatnalaga“ – Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands og settur landsréttardómari.
- „Breyttar áherslur við lagalega vernd og stýringu vatnsauðlindarinnar“ – Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.
- Jón Atli Benediktsson, háskólarektor, slítur málþinginu. Að málþingi loknu verða veitingar í boði Landsvirkjunar og bókaútgáfunnar Fons Juris.
Ritið Eignaréttur III kemur út á 100 ára afmælisári vatnalaga nr. 15/1923, sem tóku gildi 1. janúar 1924.