Olíuverð og orkuskipti: Viðbrögð Íslendinga við olíukreppunum
Árnagarður
Stofa 304
Óðinn Melsteð, lektor við Maastrict háskólann í Hollandi, heldur erindi í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist Olíuverð og orkuskipti: Viðbrögð Íslendinga við olíukreppunum.
Málstofan er í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 22. október kl. 16:00-17:00.
Um erindið
Í erindinu er fjallað um orsakasamband olíuverðs og umskiptanna frá olíu til innlendra orkugjafa. Bygging hitaveitna, jarðhitaorkuvera og byggðalína á áttunda áratugnum hefur gjarnan verið talin afleiðing verðhækkana veturinn 1973-1974, en þá sagði Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra t.d. að það yrði að „útrýma olíu“. Orkuskiptin urðu þó ekki eingöngu vegna þessara verðhækkana. Þegar við gengisfellingar Viðreisnarstjórnarinnar 1967-1968 hafði olíuverð hækkað til muna og var áformum um notkun innlendra orkugjafa þá hrint í framkvæmd. Þá voru aðrir orsakaþættir einnig mikilvægir, t.d. ný tækni við leit, borun og vinnslu jarðhita. Hið óvænta verðhrun olíu 1986 hafði svo öndverð áhrif og gerði rekstri nýrra hitaveitna erfitt fyrir sem sýnir enn frekar samhengi orkuframkvæmda og þróunar olíuverðs.
Óðinn Melsteð, lektor við Maastrict háskólann í Hollandi.