Íslenska æskulýðsrannsóknin - Málþing
Aðalbygging
Hátíðarsalur
Hvað segja börn og ungmenni um styrkleika og áskoranir í lífi sínu? er yfirskrift málþings um niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar (ÍÆ) 2024 sem unnin er í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið, sem fer fram þriðjudaginn 12. nóvember kl. 14 - 16.30 í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands.
Málþingið verður einnig í streymi - Hlekkur hér
Þar verða kynntar niðurstöður úr spurningalistakönnun ÍÆ sem lögð var fyrir í grunnskólum vorið 2024.
Á málþinginu verður gefið heildaryfirlit yfir þá fjölmörgu þætti sem spurt er um í rannsókninni en jafnframt munu fulltrúar sveitarfélaga og stofnana sem nýta ÍÆ gögnin taka þátt í pallborði. Rætt verður um þau málefni barna og ungmenna sem helst brenna á þeim sem starfa með þeim, koma að stefnumótun í málefnum þeirra eða stunda rannsóknir á þessu sviði. Málþingið er það fyrsta í röð árlegra málþinga ÍÆ þar sem kynntar verða niðurstöður rannsóknarinnar https://iae.is/
Takið daginn frá og verið öll hjartanlega velkomin!
Dagskrá:
Fundarstjóri: Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs
Opnun málþings
Kl. 14:00-14:10 - Ásmundur Einar Daðason, Mennta- og barnamálaráðherra
Meginniðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024
Kl. 14:10-14:20 - Ragný Þóra Guðjohnsen, faglegur stjórnandi ÍÆ
Mælaborð farsældar
Kl. 14:20-14:30 - Unnur Guðnadóttir, sérfræðingur í Mennta- og barnamálaráðuneyti
Ingimar Guðmundsson, verkefna- og kynningarstjóri ÍÆ
Mikilvægi tengsla kennara og nemenda
Kl. 14:30-14:40 - Guðrún Helga Sigfúsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla
Undirritun samnings um framkvæmd Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar
Mennta- og barnamálaráðherra og rektor Háskóla Íslands
Kl. 14:40-15:00
Uppbrot
Kl. 14:50-15:00
Nikótínnotkun og áfengisneysla ungmenna
Samfés
Kl. 15:00-15:10 - Hjalti Guðmundsson, grunnskólanemandi
Svava Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Samfés
Nýtt landslag í lestri barna
Kl. 15:10-15:20 - Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri Grundaskóli
Samræður foreldra og barna
Kl. 15:20-15:30 - Dagný Hróbjartsdóttir, móðir í sveitarfélaginu Árborg
Ofbeldi meðal barna
Kl. 15:30-15:40 - Halla Björk Marteinsdóttir, félagsráðgjafi Barna- og fjölskyldustofa
Gildi tómstundastarfs
Kl. 15:40-15:50 - Eygló Rúnarsdóttir, aðjúnkt Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Val á námi í framhaldsskóla, viðhorf og líðan í námi: Samanburður á nemendum í bóknámi og starfsnámi. Valin atriði úr Íslensku æskulýðsrannsókninni
Kl. 15:50-16:00 - Elsa Eiríksdóttir, prófessor Menntavísindasviði og Sæberg Sigurðsson, doktorsnemi
Pallborð
Kl. 16:00-16:25
Soffía Pálsdóttir tómstundir, skrifstofustjóri fagskrifstofu frístundastarfs í Reykjavík
Hjalti Guðmundsson, grunnskólanemandi og fullrúi Samfés
Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace
Guðrún Helga Sigfúsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla
Elsa Eiríksdóttir, prófessor Menntavísindasviði
Embla Möller, forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema
Þingi slitið
Kl. 16:30 - Ragný Þóra Guðjohnen, faglegur stjórnandi ÍÆ
Á málþinginu verður gefið heildaryfirlit yfir þá fjölmörgu þætti sem spurt er um í rannsókninni en jafnframt munu fulltrúar sveitarfélaga og stofnana sem nýta ÍÆ gögnin taka þátt í pallborði. Rætt verður um þau málefni barna og ungmenna sem helst brenna á þeim sem starfa með þeim, koma að stefnumótun í málefnum þeirra eða stunda rannsóknir á þessu sviði. Málþingið er það fyrsta í röð árlegra málþinga ÍÆ þar sem kynntar verða niðurstöður rannsóknarinnar