Doktorsvörn í læknavísindum - Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen
Aðalbygging
Hátíðasalur
Fimmtudaginn 17. október 2024 ver Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Afleiðing heilahristings hjá íþróttakonum – möguleg vanstarfsemi í heiladingli og áhrif á andlega líðan og taugasálfræðilega virkni. Mild traumatic brain injury in female athletes – possible pituitary dysfunction and effect on psychological and neuropsychological function.
Andmælendur eru dr. Ulla Feldt-Rasmussen, prófessor emeritus við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, og dr. Per Dahlqvist, dósent við Umeå Universitet í Svíþjóð.
Umsjónarkennari var Ragnar Grímur Bjarnason, prófessor við Læknadeild, og leiðbeinandi var Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Hafrún Kristjánsdóttir prófessor, María Kristín Jónsdóttir prófessor, og Sigrún Helga Lund prófessor.
Þórarinn Guðjónsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 9.00.
Ágrip
Heilahristingur getur leitt til vanstarfsemi í heiladingli (VH) og þar með truflun á framleiðslu heiladingulshormóna. Áætlað algengi VH eftir heilahristing er 13–48%. Einkenni VH líkjast einkennum heilahristings en eru meðhöndlanleg og endurspegla því mögulega meðhöndlanlega orsök fyrir heilahristingseinkennum. Flestar rannsóknir varðandi VH eftir heilahristing hafa verið gerðar á körlum og íþróttakonur verið mun minna rannsakaðar þrátt fyrir að nýgengi heilahristings sé hærra hjá konum og bataferlið sé lengra. Markmið þessa doktorsverkefnis var meðal annars að meta algengi VH eftir heilahristing hjá íþróttakonum, að bera kennsl á þær íþróttakonur sem þurfa frekari uppvinnslu vegna gruns um VH eftir heilahristing og að finna mögulega forspárþætti fyrir VH eftir heilahristing, þar með talið taugasálfræðilega og sálfræðilega forspárþætti. Markmið verkefnisins var einnig að bera saman taugasálfræðilega frammistöðu, andlega líðan og lífsgæði hjá íþróttakonum með VH eftir heilahristing og íþróttakonum með eðlilega starfsemi í heiladingli eftir heilahristing. Samkvæmt okkar bestu vitund er rannsóknin sú fyrsta sem fjallar um algengi VH eftir heilahristing, taugasálfræðilega frammistöðu, andlega líðan og lífsgæði í þýði íþróttakvenna.
Þýði rannsóknarinnar var stórt þar sem rannsóknarhópurinn samanstóð upprunalega af 508 konum sem tóku þátt með því að svara rafrænum spurningalista um heilahristingssögu og andlega líðan. Af þessum konum höfðu 308 konur fengið heilahristing og af þeim tóku 133 konur þátt í ítarlegri hormónauppvinnslu. Sextán konur (12,2%) greindust með VH eftir heilahristing. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að meta starfsemi heiladinguls eftir heilahristing þar sem umtalsverður fjöldi íþróttakvenna var greindur með VH eftir heilahristing.
Abstract
Hypopituitarism (HP) can occur following mild traumatic brain injury (mTBI) with an estimated a prevalence of 13 – 48%. As symptoms of HP may overlap with symptoms of mTBI and HP can be treated with hormonal replacement therapy, HP represents a potentially treatable cause of mTBI symptoms. Female athletes remain an understudied population as studies on HP following mTBI have predominantly included male populations even though the incidence of mTBI appears to be greater and recovery time is longer in women compared to men. The aims of this thesis included finding the prevalence of PD following mTBI in female athletes, identifying female athletes needing further evaluation for possible pituitary dysfunction (PD) following mTBI, and identifying possible predictive factors for PD after mTBI, including psychological and neuropsychological predictive factors. We also aimed to compare neuropsychological and psychological symptoms as well as quality of life (QOL) between women with PD following mTBI and women with normal pituitary function (nPF). To the best of our knowledge, this study is the first to report the prevalence of PD after mTBI and the effect of PD on neuropsychological and psychological outcome and QOL in an all-female population.
The study population was large as 508 female athletes participated in the study by answering an online questionnaire regarding mTBI history and mental health. One or more mTBI was reported by 308 women and a detailed endocrinological evaluation was performed for 133 women of them. Sixteen women (12.2%) were diagnosed with PD following mTBI. The study emphasizes the importance of evaluating pituitary function following mTBI as a substantial number of female athletes were diagnosed with PD after mTBI.
Um doktorsefnið
Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen er fædd árið 1990 í Reykjavík. Hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík árið 2010 og lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Eftir kandídatsár starfaði Lára Ósk á Grensásdeild Landspítalans, sem kveikti áhuga hennar á meðferð sjúklinga eftir heilaáverka. Hún hóf doktorsnám árið 2018 þar sem hún hefur rannsakað áhrif heilahristings á starfsemi heiladinguls hjá íþróttakonum. Samhliða doktorsnámi hefur hún stundað sérnám í bráðalækningum á Landspítalanum. Foreldrar Láru eru Gríma Huld Blængsdóttir og Jean Eggert Hjartarson Claessen. Sambýlismaður Láru Óskar er Magnús Ingvi Magnússon og eiga þau saman tvær dætur, Auði Huld Magnúsdóttur og Heklu Magnúsdóttur.
Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen ver doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands fimmtudaginn 17. október