Móttaka nýnema á Menntavísindasviði
Laugardalshöll
Menntavísindasvið HÍ býður öllum nýnemum í grunnnámi sviðsins til móttöku, fræðslu og skemmtunar mánudaginn 19. ágúst í Laugardalshöll.
Dagskrá:
08.50 - 09.50 - Móttaka - Laugardalshöll (Inngangur A)
- Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti MVS
- Gunnar Ásgrímsson, forseti sviðsráðs MVS
- Fulltrúar nemendafélaga MVS, Tuma, Kennó og Vatnið
- Kynning á nemendaþjónustu MVS
09.50 - 10.10 - Boðið upp á veitingar
10.10 - 10.30 - Kynning á námi eftir deildum
10.30 - 13.00 - Nemendur námsbrauta hittast og kynnast
13.20 - Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá
Dagskrá og gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema má finna á nýnemasíðu sviðsins.
Við hvetjum nýnema í grunnnámi eindregið til að mæta á móttökuna.
*Menntavísindasvið flytur í Sögu við Hagatorg á næstu mánuðum. Fyrir vikið verður viðburðurinn haldinn í Laugardalshöll, þar sem nám og kennsla í íþrótta- og heilsufræði fer fram.
Móttaka nýnema í grunnnámi á Menntavísindasviði fer fram mánudaginn 19. ágúst frá kl.08:50 í Laugardalshöll.